Fleiri fréttir

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því flestir sem greinast með kórónuveiruna á landamærunum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland. Fjórtán greindust á landamærum í dag, nær allir úr sömu flugvélinni.

Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni

Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar.

Von­svikinn og ó­sáttur eftir fréttir gær­dagsins en stefnir enn á toppinn

Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti.

Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið

Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.

Við­bragðs­aðilar lausir úr sótt­kví

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni

Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á.

Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins

Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána.

Rýmingu af­létt á Seyðis­firði

Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Lést á gjör­gæslu­deild eftir slysið í Skötu­firði

Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum.

Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt

Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna.

Norðan­átt sem ríkir fram að næstu helgi

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt á landinu. Víðast hvar verður hún hæg en þó allt að 13 metrar á sekúndu austast á landinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2

„Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2.

Veg­far­endur náðu konu og barni úr bílnum

Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vegfarendur unnu þrekvirki þegar þeir aðstoðuðu fjölskyldu eftir að bíll hennar hafnaði úti í sjó í Skötufirði í dag. Við fjöllum um slysið og ræðum við viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kærkomið að losna við argaþrasið

Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví.

Fjöl­skyldan fer í aðra sýna­töku á morgun

Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum.

„Áhættan er aldrei núll“

Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum.

Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið

Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Búast ekki við að rýmingu verði af­létt strax

Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag.

Skip­verjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni

Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða.

Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu.

Sveimandi lægð stjórnar veðri helgarinnar

Veðri helgarinnar er stjórnað af lægð sem sveimar um landið. Sökum nálægðar hennar við landið er veður fjölbreytt á landinu, austlæg átt og rigning austanlands framan af degi en breytilegar áttir í öðrum landshlutum.

Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg.

Seyð­firðingar fá aukna sál­fræði­þjónustu

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Hluti Seyðis­fjarðar rýmdur vegna mikillar úr­komu

Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allir sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag. Ástæðan er ítrekuð sóttkvíarbrot farþega. Við ræðum við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þessa ákvörðun hennar.

Sjá næstu 50 fréttir