Fleiri fréttir

„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“

Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína.

Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi

Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu.

Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð

Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda.

Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum

Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra,sem segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt.

Ný lög um Endurupptökudóm geta liðkað fyrir endurupptöku mála

Nú þegar yfirdeild Mannréttindadómstólsins hefur staðfest dóm réttarins, vakna eflaust margar spurningar um hugsanlegar afleiðingar er varða mál þeirra aðila þar sem umræddir fjórmenningar, sem ekki voru skipaðir með lögmætum hætti, dæmdu í.

Lýsti í afmæli sínu hvernig afi léti sig strjúka „upp og niður“

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta gegn stúlkubarni sem leit á hann sem afa sinn. Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Fylgdust undrandi með bílunum bruna yfir gönguljósin á rauðu

Þrír ökumenn fóru yfir á rauðu ljósi á Bústaðavegi í morgun. Foreldri í hverfinu sem náði brotum fólksins á myndband hefur áhyggjur af hegðun fólks enda börn reglulega á ferli á leið í og úr skóla eða félagsstarf. Hann segir brotin í morgun alls ekkert einsdæmi.

Gular viðvaranir ná nú yfir nær allt landið

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir nær allt landið frá klukkan 18 á morgun til hádegis á fimmtudag. Norðan hvassviðri eða stormur tekur við suðvestan stormi sem nú lemur stóran hluta landsins.

Bein útsending: Af hverju er þjóðgarður á hálendinu góð hugmynd?

Af hverju er þjóðgarður á hálendi Íslands góð hugmynd? Landvernd efnir til ráðstefnu um hálendisþjóðgarð og verður streymt beint frá fundinum á Vísi klukkan 15. Í tilkynningu frá Landvernd segir að Náttúra Íslands sé verðmæt auðlind og sameign okkar allra.

Boða nýjar sund­laugar, knatt­hús og hjóla­borg á heims­mæli­kvarða

Tíu þúsund nýjar íbúðir og þrjár nýjar sundlaugar á næstu tíu árum. Fjárfestingar fyrir 175 milljarða á næstu þremur árum. Reykjavík verði hjólaborg á heimsmælikvarða. Allt kemur þetta fram í svokölluðu Græna plani Reykjavíkurborgar sem kynnt var á fréttamannafundi oddvita þeirra flokka sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn í dag.

Sig­ríður segir dóm Mann­réttinda­dóm­stólsins engu breyta

Sigríður Andersen segir dóm yfirdeildar Mannréttindadómstólsins ekki koma á óvart. Hún hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni og dómur Hæstaréttar um hæfni dómara við Landsrétt gildi. Ríkinu sé ekki gerð skaðabótaskylda með niðursötu yfirdeildarinnar og því þurfi ekki að taka upp mál fyrir Landsrétti.

Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans.

Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga.

Óbreyttar samkomutakmarkanir til 9. desember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017.

Næstu sóttvarnaaðgerðir kynntar í dag

Búist er við því að ríkisstjórnin tilkynni í dag um næstu sóttvarnaaðgerðir þar sem núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir fellur úr gildi á miðnætti í kvöld.

Flughálka víða um land

Það er flughált víða á vegum landsins. Þannig er til að mynda flughálka á austasta kafla Þverárfjalls og á milli Hofsós og Ketilsás á Norðurlandi en þar er einnig mjög hvasst. Í landshlutanum er hálka eða hálkublettir á vegum.

Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða

Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig.

„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“

Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.