Fleiri fréttir

Sveitar­fé­lögin segja að­gerðir stjórn­valda ekki duga

Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða.

Elsti Ís­lendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís

Það er fátt eða ekkert, sem stoppar elsta Íslendinginn, Dóru Ólafsdóttur, sem er hundrað og átta ára til að ganga til verka því hún skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ís rúnt í Hveragerði með syni sínum þar sem hún notaði tækifærið í leiðinni til að safna birkifræjum.

Brotaþoli í nauðgunar­máli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu.

„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það.

Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

„Við erum alls ekki öll á sama báti“

Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Sigurður Ingi stal senunni: „Ræðan mín er ónýt“

Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld.

Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus.

Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg.

Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra

Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum.

Bein útsending: Setning Alþingis

Alþingi verður sett þriðjudaginn í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Fram­lög til RÚV lækka

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að útgjöld Ríkisútvarpsins muni nema 4.515 milljónum króna á næsta ári. Gert er ráð fyrir áframhaldi stuðningi til einkarekinna fjölmiðla.

Krónutölugjöld hækki minna en verðbólguspá

Gert er ráð fyrir því að gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti hækki um 2,5% á næsta ári, nokkru undir áætlaðri hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkun gjaldanna á að skila ríkissjóði tæpum tveimur milljörðum króna í tekjur.

Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann

Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020.

3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar

Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir