Fleiri fréttir

Heilbrigðiskerfið kostar 753.315 krónur á mann

Heilbrigðiskerfið mun kosta 753.315 krónur á mann á næsta ári og er það 23.789 krónum meira en ráð var gert fyrir að heilbrigðiskerfið myndi kosta á mann í fjárlagafrumvarpi ársins 2020.

3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar

Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun.

Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu

Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um þrjú hundruð manns misstu vinnuna í hópuppsögnum nú um mánaðarmótin og atvinnuleysi mælist hátt í tíu prósent. Rætt verður við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Öllum starfsmönnum Samtakanna '78 sagt upp störfum

Samningar við ríkið og Reykjavíkurborg renna út um áramótin sem þýðir að ekki er grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri samtakanna ef ekki nást nýir samningar fyrir þann tíma að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.

Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir

Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar.

Allir í fjarkennslu vegna smits í MR

Kennari við Menntaskólann í Reykjavík greindist með kórónuveiruna á mánudagskvöld. Þrjátíu sem útsettir þóttu fyrir smiti hafa verið sendir í sóttkví.

Stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmálans

Stjórnvöld hafa ekki sinnt skyldu sinni við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fjölga þarf tækifærum fyrir börn og ungmenni til að taka þátt. Stjórnvöld þurfa að tryggja betur aðstoð við börn af erlendum uppruna, fötluð börn og börn sem búa við fátækt.

Kominn tími á „aðgerðapakka fyrir fólkið“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær virðist mjög miðaður að því að styðja atvinnulífið „enn eina ferðina“.

Fljúgandi hálka á götum borgarinnar

Fljúgandi hálka er á götum borgarinnar nú í morgunsárið og því nauðsynlegt fyrir ökumenn og aðra vegfarendur að fara mjög varlega.

„Það vantar að einhver grípi okkur“

Móðir sem flutti af landi brott til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir son sinn segir skorta stuðning frá heilbrigðiskerfinu þegar kemur að langveikum börnum.

Segir SA hafa sett á svið sjónar­spil og skrípa­leik

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Samtök atvinnulífsins hafa sett á svið „sjónarspil“ og „skrípaleik“ þegar til stóð að fara í atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti Lífskjarasamningnum upp. Sjónarspilið hafi svo breyst í „fjárkúgun“ á hendur stjórnvöldum.

Sjá næstu 50 fréttir