Fleiri fréttir

Nítján greindust með veiruna í gær

Nítján kórónuveirusmit greindust hér á landi síðasta sólarhringinn. Þetta staðfestir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi.

Börðu par með keðju og rændu snjallúri

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán og líkamsárás í Breiðholti. Tilkynningin var frá pari sem hafði nýverið auglýst Apple snjallúr til sölu.

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Aðalsteinn endurvekur vöffluhefðina

Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður.

Vill klára viðræður áður en samningar renna út

Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast.

Telur líkur á að næsta bylgja verði verri

Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina.

Tveir nemendur við HR smitaðir

Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda.

Allir með „grænu veiruna“

Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar.

Dóra segir vegið að málfrelsi sínu og krefst svara

Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu á Keldnalandi og Örfirisey. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ræddi um eignarhlut Eyþórs í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og setti fram kenningu um Eyþór og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi og tengsl við Samherja.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.