Fleiri fréttir

Var á botni laugarinnar í sjö mínútur

Eldri karlmaður sem lést í sundlauginni á Selfoss í gær hafði verið á botni laugarinnar í sjö mínútur þegar hann fannst. Slysið gerðist á vaktaskiptatíma sundlaugarvarða. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um hörmulegt slys sem varð í Sundhöll Selfoss í gær. Maðurinn sem lést fannst á botni innilaugarinnar eftir að hafa verið sjö mínútur í kafi.

Skimun á landamærunum lágmarkar áhættu en eyðir henni ekki

Sóttvarnalæknir mælir með því að stefnt verði að því að hefja skimun ferðamanna fyrir kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli sem fyrst til að reynsla fáist af henni á meðan ferðamannastraumur er enn ekki mikill. Í minnisblaði til heilbrigðisráðherra segir sóttvarnalæknir skimunina draga úr áhættu á að smitaðir ferðamenn komi til landsins en komi ekki algerlega í veg fyrir það.

Tekur ekki af­stöðu um lækkun mögu­legs eignar­hlutar í sjávar­út­vegs­fyrir­tækjum

„Telur ráðherrann hæstvirtur ekki að nauðsynlegt sé að vinna gegn slíkri samþjöppun og að stóru fyrirtækin séu orðin svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu geti verið skaðleg,“ spurði þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að í óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu í dag.

Forstjóri TR segir bilun í tölvukerfi hafa tafið greiðslur

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins kveðst ekki kannast við að hafa verið boðuð í fyrirtöku um fjárnám fyrir að hafa látið hjá líða að efna dómssátt við tvo öryrkja en viðurkennir drátt á greiðslum.

Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu

Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar.

Yfir 2.500 manns kosið utan kjörfundar

Yfir 2.500 manns hafa greitt atkvæði í forsetakosningunum utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu

Engin breyting á fjölda smitaðra

Ekkert nýtt tilfelli kórónuveiru greindist á Íslandi síðasta sólarhringinn samkvæmt nýjum tölum landlæknis og almannavarna. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem ekkert nýtt smit greindist en aðeins einstaka smit hafa greinst undanfarnar vikur.

Sótt­varna­læknir mun bera megin­á­byrgð á skimunum

Nú er ljóst að komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Annars þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví.

Efri hæðin alelda þegar að var komið

Fjölskylda slapp heil þegar eldur kom upp í tvílyftu einbýlishúsi í Lundareykjardal í Borgarfirði snemma í morgun. Efri hæð hússins var gott sem alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Telja brunann í Hrísey af mannavöldum

Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða.

Dæmdur fyrir að stela bíl og rúnta norður í Borgar­fjörð

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík.

Tryggingastofnun stóð frammi fyrir fjárnámi

Fjárnám vofði yfir Tryggingastofnun í liðinni viku eftir langt ferli sem leystist ekki fyrr en forstjóri stofnunarinnar, Sigríður Lilly Baldursdóttir var boðuð til fyrirtöku hjá dómara.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um ástandið, mótmælin og óeirðirnar í Bandaríkjunum. Þá verður rætt við Bandaríkjamenn sem búsettir eru hér á landi og hafa efnt til samstöðumótmæla á Austurvelli á miðvikudag.

RÚV braut fjöl­miðla­lög með birtingu Exit á vefnum

Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu.

Aðeins sextán sýni tekin í gær

Enn og aftur greindist enginn með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi samkvæmt nýjum tölum á Covid.is sem birtar voru um klukkan 13.

Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf ein­hver söknuður“

„Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR.

Maður fannst látinn í Laxá í Aðal­dal

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal um klukkan 3 í nótt, en hans hafði verið saknað síðan í gærkvöldi eftir að hann skilaði sér ekki til baka úr veiði.

Sjá næstu 50 fréttir