Fleiri fréttir

Ganga fjörur í leit að sjómanninum

Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag.

Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri

Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn.

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt

Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár

Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina.

Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust

Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir mikil vonbrigði að lokatilboði félagsins hafi ekki verið tekið og nú þurfi að kanna aðra möguleika.

„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér

Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi.

Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Fyrsta nýja smitið í viku

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur.

Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn

Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis.

Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins

Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí.

Féll við eggjatínslu í Úlfarsfelli

Björgunarsveitir Landsbjargar og sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir til í kvöld eftir að maður féll í Úlfarsfelli.

Fjöldi mála þokast áfram á Alþingi

Alþingi greiddi atkvæði um fjölmörg mál í dag. Þeirra á meðal frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými að lokinni annarri umræðu.

Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Alþýðusambandið, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifðu í dag undir áskorun með Öryrkjabandalaginu til stjórnvalda um að bæta kjör öryrkja. Framfærslulaun þeirra séu í dag lægri en atvinnuleysisbætur.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir ömurlegt að hægt sé að framselja aflaheimildir milli kynslóða eins og eigendur Samherja hafi gert.

Sjá næstu 50 fréttir