Fleiri fréttir

„Lykilatriði að enginn slasaðist“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fyrir öllu að engin slys hafi orðið á fólki þegar lendingarbúnaður flugvélar félagsins brotnaði skömmu eftir lendingu.

Foreldrar transbarna í öngum sínum

Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi.

Tveir eftir í gæsluvarðhaldi

Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti.

Mikið minna keyrt um hringveginn vegna veðurs

Mun færri keyrðu um hringveginn í janúar en gerðu í janúar í fyrra. Alls er samdrátturinn tæp átta prósent og þarf að fara átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt.

Voru föst í Kerlingar­fjöllum í fjóra daga

Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar síðdegis í dag vegna fjögurra ferðamanna sem urðu innlyksa í Kerlingarfjöllum ásamt tveimur íslenskum leiðsögumönnum.

Engin verkfallsbrot að sögn Sólveigar Önnu

Ekkert hefur verið um verkfallsbrot í sólarhrings verkfalli Eflingar sem stendur nú yfir að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns félgsins. Félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg lögðu niður störf á miðnætti.

Hvítá flæðir langt upp á land

Lögreglan á Suðurlandi birti í dag myndir sem teknar voru með dróna og sýna umfang flóðsins í Hvítá en mikið hefur verið um flóð í ánni að undanförnu vegna ísstífla.

Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið.

Hjálmar Aðalsteinsson látinn

Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa.

Mann­dráps­mál verður tekið fyrir í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Vigfúsar Ólafssonar, sem dæmdur var í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti fyrir manndráp með því að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018.

Sau­tján stiga hiti mældist á Seyðis­firði í nótt

Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi.

Frestast að taka nýju stóla­lyftuna í Hlíðar­fjalli í notkun

Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum.

Sjá næstu 50 fréttir