Fleiri fréttir

Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar

Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag.

Ríkið fái ekki magn­af­slátt af bótum vegna lengdar frelsis­sviptingar

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann segir að ríkið njóti ekki „magnafsláttar“ þegar kemur að bótum vegna lengdar frelsissviptingar.

Mikið framboð hér á kókaíni

Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður.

Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi

Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi.

Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel

Árlega semur Hveragerðisbær við börn í grunnskóla bæjarins um að tína rusl á völdum svæðum. Verkefnið hefur gefið góða raun og vakið krakkana til umhugsunar um umhverfismál. Að launum fá börnin styrk upp í skólaferðalag.

Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax

Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. Formaður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt.

Lágbrúin "klárlega betri kostur“

Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng.

Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni.

Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið

Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.