Fleiri fréttir

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylkingar nánast jafnt

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin eru stærstu flokkarnir samkvæmt nýrri könnun en mjög dregur saman með þeim. Fjórir flokkar koma í hnapp þar á eftir. Framsókn virðist ekki ætla að ná vopnum sínum. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú rúmum 13 prósentustigum undir kjörfylgi.

Sérþjálfaður til þess að finna peninga

Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti.

Tillögu um Kolbrúnar vísað til borgarstjóra

Tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem miðar að því að skólabyrjun fleiri skóla í Reykjavík yrði seinkað til níu, var vísað til borgarstjóra.

Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu

Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur

Starf­hæf fram­kvæmda­stjórn for­enda fyrir því að Reykja­lundur fái greitt næstu mánaða­mót

Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti.

Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála

Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé "að útfærsla "sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“

Slá sölu á Sigurhæðum á frest til að kanna nýjar hugmyndir

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Akureyrarstofu greinir frá því á Facebook-síðu sinni að bæjaryfirvöld hafi ákveðið að slá málinu á frest því fram hefðu komið hugmyndir um notkun hússins sem áður höfðu ekki verið kannaðar.

Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar

Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs.

Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar

Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag.

Ríkið fái ekki magn­af­slátt af bótum vegna lengdar frelsis­sviptingar

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, gerir margvíslegar athugasemdir við frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Hann segir að ríkið njóti ekki „magnafsláttar“ þegar kemur að bótum vegna lengdar frelsissviptingar.

Mikið framboð hér á kókaíni

Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður.

Vinstrið og öfgahægrið stærst á Íslandi

Niðurstöður pólsku þingkosninganna á Íslandi voru töluvert frábrugðnar heildarniðurstöðunni. Vinstrimenn og öfgahægrimenn fengu góða kosningu en stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti var Pólverjum á Íslandi síður að skapi.

Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel

Árlega semur Hveragerðisbær við börn í grunnskóla bæjarins um að tína rusl á völdum svæðum. Verkefnið hefur gefið góða raun og vakið krakkana til umhugsunar um umhverfismál. Að launum fá börnin styrk upp í skólaferðalag.

Laxeldi í sjó helsta ógn við villtan lax

Óháðir vísindamenn á vegum norskra yfirvalda segja laxeldi við strendur Noregs stærstu manngerðu ógnina við villtan lax. Formaður Landssambands veiðifélaga segir sama gilda hér. Forsvarsmaður laxeldis hér segir norskt og íslenskt laxeldi ósambærilegt.

Lágbrúin "klárlega betri kostur“

Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng.

Sjá næstu 50 fréttir