Fleiri fréttir

Árneshreppur aldrei vinsælli hjá Íslendingum

Árneshreppur hefur mikið verið til umfjöllunar í fjölmiðlum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar en í aðdraganda síðustu sveitarstjórnakosninga skapaðist mikil umræða um fjölgun íbúa vegna lögheimilisflutninga til svæðisins. Sú umræða var ekki jákvæð og ekki hefur hún verið betri vegna deilu og kærumála vegna vegaframkvæmda og uppbyggingar fyrirhugaðrar virkjunar. Fyrir vikið hefur hreppurinn aldrei verið eins vel sóttur af Íslendingum að sögn oddvita.

Lausnir á vanda og óvissu Landsréttar eru í skoðun

Óvissa ríkir enn um stöðu fjögurra dómara við Landsrétt vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu en yfirdeild dómsins mun taka málið til endurskoðunar samkvæmt ákvörðun sem tekin var í Strassborg í gær.

Ógnin er farin að raungerast

Sífellt verður algengara að íslensk fyrirtæki verði fyrir barðinu á þaulskipulögðum tilraunum til fjársvika. Mikið áfall fyrir starfsmenn sem láta glepjast segir lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda.

Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi

Sex nemar í Háskólanum í Reykjavík unnu verkefnið Vopn gegn vændi til að fræða starfsfólk gististaða um einkenni starfseminnar. Byggist á sænskri fyrirmynd. Að þeirra mati eru Íslendingar oft bláeygðir gagnvart vændi.

Framsókn er komin í erfiða stöðu

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu.

Áfengi mælist dýrast á Íslandi

Í nýrri rannsókn Euro­stat á áfengisverði í Evrópu kemur í ljós að Ísland er dýrasti staðurinn. Rannsóknin næri bæði til Evrópusambandsins og EFTA-landanna.

Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði

Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum.

Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi

"Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.