Fleiri fréttir

Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita

Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor.

Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur

Hugi Garðarsson hefur gengið síðustu þrjá mánuði um landið með hjólbörur þar sem tilgangur göngunnar er að safna peningum fyrir Krabbameinsfélags Íslands til minningar um ömmu hans, sem lést úr krabbameini fyrir fimm árum.

Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir

Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ástandið að bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú en ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir.

Langir dagar í Stokkhólmi

"Ég hafði aldrei stigið fæti inn á Karólínska sjúkrahúsið áður en ég varð forstjóri,“ segir Björn Zoëga. Gríðarlegur rekstrarhalli og möguleg málaferli vofa yfir einu fullkomnasta og glæstasta sjúkrahúsi á Norðurlöndunum.

Áhrif hlýnunar á minjar

Í vígi Þórðar kakala á Kringlumýri í Skagafirði verður málþing í dag. Umræðuefnið er Menningararfurinn á umbrotatímum og er þá átt við loftslagsbreytingarnar í heiminum.

Ofvirkni og skammtafræðin

Fáa hefði grunað að grunnskólastrákur með gríðarleg hegðunarvandamál myndi enda í hávísindalegum rannsóknum við alþjóðlega virtar stofnanir. En þannig er saga Brands Þorgrímssonar, doktors í eðlisfræði.

Strákar mega gráta

Þeir voru kallaðir litli og stóri og voru óaðskiljanlegir vinir. Þeir Frosti Runólfsson og Loftur Gunnarsson. En örlög þeirra urðu ólík.

Nauðsynlegt að tölvur geti skilið íslensku

Almannarómur og SÍM undirrituðu samning um innviðasmíði í íslenskri máltækni. Framkvæmdastjóri Almannaróms segir það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir stafrænan dauða íslenskunnar.

Enginn afgangur áætlaður á næsta ári

Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því.

Áfangaheimilið nefnt eftir lagi Páls Óskars

Arnar Gunnar Hjálmtýsson opnar áfangaheimili í Kópavogi á næstu dögum. Hann upplifði þörfina fyrir slík úrræði þegar sonur hans hafði í engin hús að venda. Arnar er bróðir Páls Óskars og nefndi heimilið eftir laginu Betra líf.

Styðja sameiningu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt flugfélag undir merkjum WOW air hefur daglegt flug á milli Íslands og Washington í næsta mánuði og sala á miðum hefst að öllum líkindum í næstu viku. Félagið verður rekið á bandarísku flugrekstrarleyfi um sinn en til stendur að sækja einnig um íslenskt leyfi.

Enginn sér­stakur við­búnaður á Land­spítalanum vegna komu Pence

Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.

Sjá næstu 50 fréttir