Fleiri fréttir

Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla

Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum.

Verða á bakvakt á vinnustöðinni

Byggðarráð Rangárþings ytra segir að breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga í Rangárþing hafi skýrst að nokkru leyti á fundi með forstjóra og hluta framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um miðjan mánuðinn.

Segir þjóðarsjóð ranga forgangsröðun

Frosti sem situr nú í bankaráði Seðlabankans sendi í vikunni efnahags- og viðskiptanefnd umsögn um frumvarpið þar sem hann hvetur alþingismenn til að hafna frumvarpinu.

Álitamál hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands

Álitamál er hvort íslenskum dómurum sé óhætt að ferðast til Tyrklands því tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint Alþjóðasamtök dómara, sem Dómarafélag Íslands á aðild að, sem hryðjuverkasamtök. Formaður Dómarafélags Íslands og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur funduðu í dag með utanríkisráðherra vegna þessa máls og máls Murat Arslan, tyrknesks dómara sem á dögunum var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir.

Gervigreind til bjargar tungumálum

Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmenn Flokks fólksins sem heyrðust á Klaustursupptökunum gætu gengið í Miðflokkinn. Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Slæm sár meðhöndluð með íslensku þorskroði

Íslenskt þorskroð er töfralausn við meðhöndlun sára, segir bandarískur fótalæknir. Þorskroðið endurgerir líkamsvefi og nýtist meðal annars til að græða sár vegna sykursýki, við endurgerð á brjóstum og til að meðhöndla sár eftir bit skordýra.

Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan

Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum.

Framkvæmdir fyrir 128 milljarða

Verklegar framkvæmdir tíu opinberra aðila sem kynntar voru á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær munu nema 128 milljörðum króna á árinu.

Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps

Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn.

Röskva kynnir fram­boðs­listana

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, kynnti í kvöld framboðslista sinn vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi

Mikil þörf á gjafaeggjum en ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi að sögn fæðingar-og kvensjúkdómalæknis. Konur hugi of seint að barneiginum á sama tíma og frjósemi hafi minnkað bæði hjá konum og körlum. Umhverfisþættir eins og plast og of mikil seta getur haft áhrif á frjósemi karla.

„Á ögurstundu með að grípa til aðgerða“

Ritstjórar og eigendur Kjarnans og Stundarinnar segja frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla mikið framfaraskref. Ritstjóri Kjarnans segir komið að ákveðinni ögurstundu í rekstri einkarekinna miðla og því sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir