Fleiri fréttir

Nífalt fleiri karlmenn heldur en konur fyrirfóru sér í fyrra

Mun fleiri karlmenn fremja sjálfsvíg en konur auk þess sem karlar eru yfirleitt yngri þegar þeir grípa til þess ráðs. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir samfélagið verða að leggjast á eitt til að styðja fólk sem lendir í mótvindi.

Kemur í ljós hvort stjórn Hörpu skoðar mál Sigur Rósar

"Það kemur bara að því á næsta stjórnarfundi ef ástæða er til,“ segir Þórður Sverrisson, nýr stjórnarformaður Hörpu ohf., aðspurður hvort stjórnin muni óska eftir skýringum frá forstjóra um hvað leiddi til þess að tónleikahaldaranum Kára Sturlusyni voru greiddir út tugir milljóna af miðasölu tónleika Sigur Rósar sem fram eiga að fara í desember.

Heimild til að selja Málmey

Í fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra er að finna heimild ríkisins til þess að selja Skagfirðingum Málmey í Skagafirði. Fyrir á Skagafjörður Drangey og vill festa kaup á Málmey einnig.

Tvöfalt fleiri afplána nú með ökklaband

Að meðaltali sautján manns afplána dóma sína dag hvern undir rafrænu eftirliti. Fjöldinn hefur tekið stórt stökk frá því í fyrra. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir úrræðið nauðsynlegan lið í aðlögun fanga að samfélaginu.

Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum

Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð.

Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld.

Airbnb-íbúðir oft tengdar mansali

Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að mansalstilfellin á Íslandi séu fleiri en 20 og að grunur leiki á að börn hafi verið neydd í vasaþjófnað.

Stefnt á þrettán nýjar hleðslustöðvar

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni.

Enn enginn verðmiði kominn á Geysissvæðið

Menn voru þvingaðir til undirskriftar á samningi fyrir tæpu ári og síðan er þetta í einhverju skófari sem gengur hægt, segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis ehf. en eigendur félagsins vita ekki enn hvað þeir fá fyrir hlut sinn í Geysissvæðinu.

Vændi hefur aukist á Íslandi

Vændi er vaxandi starfsemi í uppgangi efnahagslífsins og vegna fjölda ferðamanna. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni, en hún heldur utan um ráðstefnuna Þrælahald nútímans í dag sem fjallar um mansal.

Víglínan snýr aftur á Stöð 2 og Vísi

Gestir Víglínunnar næsta laugardag verða Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ gagnrýnir stefnuræðu forsætisráðherra og segir viðbrögð stjórnvalda við launahækkunum Kjararáðs hafa sýnt lítinn samstarfsvilja í vinnumarkaðsmálum.

Sveinn Gestur neitar sök

Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn.

Æsingsóráðið banvæna

Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.

Stál í stál á þingi í stjórnarskrármálinu

Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna greinir á um hvernig túlka megi orð forseta Íslands um stjórnarskrárbreytingar í ræðu við þingsetningu. Formaður Framsóknarflokksins leggur áherslu á breytingar í skrefum. Píratar vara við bútasaumi

Sjá næstu 50 fréttir