Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. september 2017 06:00 Kostnaður Útlendingastofnunar vegna hótel- og gistiherbergjaleigu hefur aukist mikið á síðustu árum. vísir/gva Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira