Fleiri fréttir

Aðrir valkostir en bara karl eða kona

Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði.

Vilja að Ísland skrifi undir bann við kjarnorkuvopnum

Friðarsinnar fleyttu kertum á Reykjavíkurtjörn og víðar um landið í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna í Hírósíma og Nagasakí og árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna.

Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli

Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma.

Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum

Biðlistar lengjast hjá dagforeldrum sem eru enn með börn á leikskólaaldri í vistun og foreldrar barna sem bíða eftir plássi í leikskóla eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mannekla á leikskólum skapar mikla óvissu og foreldrar barna sem bíða eftir plássi eiga í vandræðum með að púsla saman daglega lífinu.

Gríðarleg stemning á HM íslenska hestsins

Allt ætlaði um koll að keyra í íslendingastúkunni þegar lag hljómsveitarinnar Queen, I wan't it all, ómaði undir sýningu Guðmundar Björgvinssonar á Straumi frá Feti.

Vill breyta búvörusamningnum strax

Fjármála- og efnahagsráðherra gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Hann segir tímabært að breytingar verði gerðar á samningnum í samráði við bændur.

Á ystu nöf fyrir Instagram

Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey.

Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall

Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa.

Erla segir of mikla áherslu lagða á játningar

„Þetta virðist hafa fengið mjög á fólk og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið,“ segir Erla Bolladóttir, sem sat fyrir svörum eftir frumsýningu myndarinnar í London fyrr í sumar.

Skógræktin til skjalanna og grenilundi á Þingvöllum þyrmt

Skógræktin mun í samráði við Þingvallaþjóðgarð ákveða örlög grenilundar við sumarhús er ríkið keypti við Valhallarreit. Boðað hafði verið að grenitrén yrðu upprætt en skógræktarstjóri segir það ekki standa til.

Lögreglan lýsir eftir 23 ára karlmanni

Hafliði Arnar Bjarnason er grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með dökkt skollitað hár. Hann er með húðflúr á vinstra brjósti, aftan á hálsi og á milli fingra á annarri hönd. Önnur framtönn Hafliða Arnars er brotin.

Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl

Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi.

Einfættur og kláraði eina erfiðustu þríþraut heims

Marokkóski íþróttamaðurinn Mohamed Lahna varð um helgina fyrsti einfætti einstaklingurinn til að klára Norseman exreme þríþrautina í Noregi. Hann er staddur hér á landi til að vinna með þróunardeild Össurar.

Fjölgað um sex þúsund á 30 árum

Mosfellsbær á þrjátíu ára afmæli í dag. Mikil uppbygging er í bænum og gera má ráð fyrir að íbúafjöldinn aukist hratt á næstu árum.

Grunaður um kynferðisbrot gagnvart yngri bróður

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum þess efnis að lögráða piltur á menntaskólaaldri skuli sæta nálgunarbanni í þrjá mánuði á meðan kynferðisbrot hans gegn yngri bróður eru til rannsóknar hjá yfirvöldum.

Hús íslenskra fræða fær leyfi

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið Framkvæmdasýslu ríkisins byggingarleyfi vegna Húss íslenskra fræða á lóð Háskóla Íslands við Arngrímsgötu.

Sjá næstu 50 fréttir