Á ystu nöf fyrir Instagram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 09:00 Fólk gengur mislangt fyrir Instagram. Instagram Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira