Vill breyta búvörusamningnum strax Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:18 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill gera breytingar á búvörusamningi sauðfjárbænda. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira