Vill breyta búvörusamningnum strax Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:18 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill gera breytingar á búvörusamningi sauðfjárbænda. VÍSIR/VILHELM Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir tímabært að gera strax breytingar á búvörusamning sauðfjárbænda. Ráðherrann gagnrýndi samninginn harðlega í grein sinni í Viðskiptablaðinu í dag. Í greininni, sem titluð er Búvörusamningurinn er rót vanda sauðfjárbænda, segir Benedikt að vel komi til greina að ríkið reyni að leysa vandann sem steðjar að sauðfjárframleiðslu. Það verði hins vegar ekki gert með núverandi samningum, þar sem ríkið sjálft stuðlar að offramleiðslu og lágu vöruverði. „Samningurinn sjálfur er vandinn. Því fyrr sem forsvarsmenn bænda fallast á að breyta honum, þannig að framleiðslutengingum sé hætt, því fyrr er hægt að finna lausn á þeim vanda sem nú blasir við. Almenningur og bændur eiga skilið að fá góðan samning sem gera landbúnað samkeppnishæfari og lífskjör allra Íslendinga betri,“ skrifar Benedikt. „Þess vegna kemur vel til greina að ríkið komi að því að leysa tímabundinn vanda í sauðfjárframleiðslu, en það verður ekki gert meðan í gangi er búvörusamningur þar sem ríkið stuðlar að offramleiðslu og þar með lágu afurðaverði,“ skrifar Benedikt.Tímabært að breyta samningumÍ samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag vegna málsins sagði Benedikt að nú væri tímabært að gera breytingar á búvörusamningnum, í samráði við bændur. „Ég held það væri tímabært að gera það núna strax. Við sjáum það hvað greinin er búin að lenda í miklum vandræðum, bara á fyrsta ári samningsins,“ sagði Benedíkt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að bændur hafi frumkvæði að því að reyna að breyta um samning þannig að það sé traustur rekstrargrundvöllur hjá þeim sem að eru að vinna í greininni.“Afleitt að ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegtÍ grein sinni skrifar Benedikt að Viðreisn hafi strax í fyrra bent á að búvörusamningurinn væri meingallaður og að á ferðum sínum um landið hafi hann aldrei hitt bændur sem væru ánægðir með samningana. Benedikt segir það enn fremur afleita stefnu að „ríkið borgi fyrir eitthvað sem er óskynsamlegt, til dæmis að framleiða meira á markað sem er mettaður,“ og vísar þar í lækkun á vöruverði vegna samningsins, og þar með aukna framleiðni bænda til að bæta upp fyrir tekjuskerðingu vegna lækkunarinnar.Grein Benedikts má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira