Tveir menn játuðu aðild að ræktun 600 kannabisplantna á Krókhálsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 10:22 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í gær. Lagt var hald á um 600 kannabisplöntur sem þykir óvenju mikið í málum sem þessum. Vísir Tveir menn voru handteknir í tengslum við stóra kannabisræktun á Krókhálsi í gær. Þeir voru yfirheyrðir samdægurs og játuðu aðild að málinu, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að um hafi verið að ræða 600 kannabisplöntur á misjöfnu stigi vaxtarferlisins. Lögregla mun nú beita sér fyrir frekara eftirliti með kannabisræktunum. Mennirnir sem handteknir voru hafa ekki komið við sögu lögreglu áður. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær og höfðu þá játað aðild að ræktuninni. Fleiri hafa ekki verið handteknir í tengslum við málið. Fíkniefnalögregla réðst til aðgerða í kjallara á iðnaðarhúsnæði við Krókháls 6 um hádegisbil í gær. Mikið magn kannabisplantna var gert upptækt og sömuleiðis búnaður tengdur ræktun sem virðist hafa verið umtalsverð.Almennt verkferli að rannsaka tengsl við aðra brotastarfsemi Lögregla kannar nú hvort mennirnir tveir, sem handteknir voru, tengist annarri brotastarfsemi en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir það hefðbundið verkferli í rannsóknum á borð við þessa. „Það er bara hið almenna í þessum rannsóknum, það þarf að skoða hvort einhverjir fleiri eigi þarna hlut að máli og hvort brotastarfsemin sé eitthvað víðtækari,“ segir Grímur í samtali við Vísi í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um á þessu stigi málsins hvort ræktunin tengist frekari brotastarfsemi.Um að ræða óvenju margar plöntur Þá var lagt hald á óvenju margar plöntur í gær miðað við þau mál sem upp hafa komið á undanförnum árum en Grímur segir þær þó hafa verið á misjöfnu stigi í vaxtarferlinu. Um var að ræða 200 plöntur sem tilbúnar voru til uppskeru og rúmlega 400 græðlinga. „Þó var það þannig í máli sem kom upp í júní, frekar en júlí, að þar tókum við einhverjar 500 plöntur sem allar voru langt gengnar,“ segir Grímur. Töluvert er nú um kannabisræktun á Íslandi, að sögn Gríms. Lögregla vill því beina heldur meiri kröftum í eftirlit með slíkum ræktunum en hefur verið gert undanfarið. Tengdar fréttir Lögregla kom upp um stóra ræktun á Krókhálsi Starfsmaður í húsinu segir afar mikla kannabislykt hafa gosið upp í húsnæðinu. 9. ágúst 2017 12:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Tveir menn voru handteknir í tengslum við stóra kannabisræktun á Krókhálsi í gær. Þeir voru yfirheyrðir samdægurs og játuðu aðild að málinu, að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að um hafi verið að ræða 600 kannabisplöntur á misjöfnu stigi vaxtarferlisins. Lögregla mun nú beita sér fyrir frekara eftirliti með kannabisræktunum. Mennirnir sem handteknir voru hafa ekki komið við sögu lögreglu áður. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær og höfðu þá játað aðild að ræktuninni. Fleiri hafa ekki verið handteknir í tengslum við málið. Fíkniefnalögregla réðst til aðgerða í kjallara á iðnaðarhúsnæði við Krókháls 6 um hádegisbil í gær. Mikið magn kannabisplantna var gert upptækt og sömuleiðis búnaður tengdur ræktun sem virðist hafa verið umtalsverð.Almennt verkferli að rannsaka tengsl við aðra brotastarfsemi Lögregla kannar nú hvort mennirnir tveir, sem handteknir voru, tengist annarri brotastarfsemi en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir það hefðbundið verkferli í rannsóknum á borð við þessa. „Það er bara hið almenna í þessum rannsóknum, það þarf að skoða hvort einhverjir fleiri eigi þarna hlut að máli og hvort brotastarfsemin sé eitthvað víðtækari,“ segir Grímur í samtali við Vísi í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um á þessu stigi málsins hvort ræktunin tengist frekari brotastarfsemi.Um að ræða óvenju margar plöntur Þá var lagt hald á óvenju margar plöntur í gær miðað við þau mál sem upp hafa komið á undanförnum árum en Grímur segir þær þó hafa verið á misjöfnu stigi í vaxtarferlinu. Um var að ræða 200 plöntur sem tilbúnar voru til uppskeru og rúmlega 400 græðlinga. „Þó var það þannig í máli sem kom upp í júní, frekar en júlí, að þar tókum við einhverjar 500 plöntur sem allar voru langt gengnar,“ segir Grímur. Töluvert er nú um kannabisræktun á Íslandi, að sögn Gríms. Lögregla vill því beina heldur meiri kröftum í eftirlit með slíkum ræktunum en hefur verið gert undanfarið.
Tengdar fréttir Lögregla kom upp um stóra ræktun á Krókhálsi Starfsmaður í húsinu segir afar mikla kannabislykt hafa gosið upp í húsnæðinu. 9. ágúst 2017 12:37 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Lögregla kom upp um stóra ræktun á Krókhálsi Starfsmaður í húsinu segir afar mikla kannabislykt hafa gosið upp í húsnæðinu. 9. ágúst 2017 12:37