Fleiri fréttir

SA er á móti samþykkt búvörusamninganna

Samtök atvinnulífsins (SA) leggjast eindregið gegn samþykki nýgerðra búvörusamninga í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn SA um samningana sem birt var í gær.

Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78

Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin.

Ferðamannastaðafrumvarp mismunar og flækir málin

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gefur falleinkun fyrir frumvarp sem þingmenn Bjartrar framtíðar segja munu leysa "yfirgripsmikinn og umdeildan vanda" vegna ferðamannastaða. Gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismunar stöðum, segir sveitarstjórnin.

„Menn hafa ekkert að gera með hníf á almannafæri“

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það morgunljóst að menn hafi ekkert með hníf að gera í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Karlmaður sem stunginn var aðfaranótt sunnudags í Vesturbænum liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu.

Segja sveitarfélög virða reglur að vettugi

Fjölmennur hópur foreldra sem áhyggjur hafa af notkun dekkjakurls á leikvöllum leggur til að slík notkun verði bönnuð með lögum, enda sé hún hættuleg. Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög eru sögð sýna málinu lítinn áhuga.

Vísað burt á fimmta mánuði meðgöngu

Ung hjón eiga von á því að vera flutt til Ítalíu, þar sem þeirra bíður ekkert nema gatan. Þeim er vísað burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Tryggt verði að aldraðir geti verið saman

Þingmaður VG vill tryggja eldri hjónum og sambúðarfólki rétt til að halda áfram samvistum þótt annað þurfi að dveljast á stofnun fyrir aldraða. Formaður Félags eldri borgara segir fleiri hjónaíbúðir í boði en fólk veit af. Mögule

Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda

Algengt er að nemendafélög skipuleggi bjórkvöld fyrir menntaskólanema sem haldin eru á skemmtistöðum. Skólayfirvöld þekkja vandann en hika ekki við að tilkynna slíkt til lögreglu. Veitingahúsarekandi segir löggjöfina gallaða.

Kæra ákvörðun lögreglustjóra á Vestfjörðum

Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun lögreglustjóra á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintri fjárkúgun í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Allir þeir sem kæra ákvörðunina störfuðu í fiskvinnslunni.

Allar loftlínurnar lagðar í jörð

RARIK mun á næstu 20 árum afleggja 4.000 kílómetra af loftlínum og leggja jarðstrengi í þeirra stað. Verkefnið hófst fyrir 20 árum. Viðhaldsþörf minnkar og straumleysi vegna veðurs verður úr sögunni.

Sjá næstu 50 fréttir