Jenna Jensdóttir látin: "Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn“ Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2016 18:52 Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum. Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Rithöfundurinn og kennarinn Jenna Jensdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær, 97 ára að aldri. Eftir hana liggur fjöldinn allur af barna og unglingabókum. Að auki lét hún menntamál barna sig varða en hún kenndi börnum í áratugi. Jenna er þekktust fyrir Öddubækurnar sem seldust í yfir 60 þúsund eintökum. Hún stundaði nám við Kennaraskólann og nam einnig við Háskóla Íslands. Hún lét menntamál sig varða en hún stofnaði Hreiðarsskóla árið 1942 ásamt eiginmanni sínum, kenndi við Barnaskóla Akureyrar, Langholtsskóla og Barnaskóla Garðabæjar svo eitthvað sé nefnt. Í þætti sem gerður var um hana á Stöð 2 síðustu jól kom fram að þrátt fyrir háan aldur skrifaði hún enn á hverjum degi og það sem meira er handskrifaði Jenna allan texta á löngum ferli sínum. „Ég hef aldrei lært á ritvél. Ég hef aldrei haft Facebook. Ég hef aldrei haft farsíma eða neitt sem gildir. Ég hef bara sjálfa mig og pennann minn. Penninn minn og ég,“ sagði Jenna í þættinum. Hún fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Eiginmaður hennar var Hreiðar Stefánsson og eignuðust þau tvo syni. Hún komst í fréttirnar ásamt Áslaugu systur sinni sumarið 2014 en þá urðu þær systur langlífustu tvíburar Íslandssögunnar. Sjá má þáttinn um Jennu í heild sinni í spilaranum.
Tengdar fréttir „Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15 Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Það er vandi að lifa en ég er sátt“ Jenna Jensdóttir rithöfundur hefur auðgað líf íslenskra barna svo um munar með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs Jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. 15. október 2015 10:15
Hef alltaf verið með góðu fólki Mér finnst ég vera ótrúlega hamingjusöm, segir Jenna Jensdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Jenna vann sem kennari um áratugaskeið og er þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Jennu um uppvöxtinn 16. apríl 2011 06:00