Kæra ákvörðun lögreglustjóra á Vestfjörðum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Þeir fimm einstaklingar sem hafa kært niðurfellingu rannsóknar lögreglustjórans á Vestfjörðum störfuðu allir hjá fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Fréttablaðið/Pjetur Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun lögreglustjóra á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintri fjárkúgun í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Allir þeir sem kæra ákvörðunina störfuðu í fiskvinnslunni. Rannsókn lögreglu á meintum fjárkúgunum í Bolungarvík hafði staðið yfir í rúmlega tvö ár þegar hún var felld niður. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, afhenti lögreglu gögn í málinu. Í kjölfarið var leitað eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóranum og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. „Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist.“ sagði Lárus í viðtali við Fréttablaðið um málið. Nú hefur lögregla fellt niður rannsókn málsins. Fimm meintir brotaþolar í málinu, fyrrverandi starfsmenn fiskvinnslunnar, ákváðu að una ekki ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum og kærðu hana til ríkissaksóknara. „Rannsókn í málinu var hætt, henni var bara lokið og hætt,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, og staðfestir að ákvörðun hans hafi verið kærð til ríkissaksóknara. Hann vill ekki tjá sig um ástæður þess að rannsókn málsins var hætt eða tjá sig um málið. Unnt er að kæra til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa frá kæru, hætta rannsókn, fella niður mál og falla frá saksókn. Ríkissaksóknari þarf að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða frá því að kæran barst honum, skrifa lögreglustjóra bréf og óska eftir afriti af málsgögnum og setja fram rökstuðning. Mansalsteymi lögreglunnar veitti ráðgjöf vegna rannsóknarinnar. Þekkt er að verkafólk greiði verndartolla til að tryggja að það haldi vinnu sinni og eru slíkar greiðslur merki um að ef til vill þurfi að rannsaka hvort mansal sé á ferðinni. „Það er verið að hagnýta sér viðkomandi sem þekkir ekki umhverfið og réttindi sín,“segir Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingur í mansali hjá lögreglunni. „Það er meiri skilningur á þessum málum núna í kjölfar aukinnar fræðslu um einkenni mansals.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun lögreglustjóra á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á meintri fjárkúgun í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs í Bolungarvík. Allir þeir sem kæra ákvörðunina störfuðu í fiskvinnslunni. Rannsókn lögreglu á meintum fjárkúgunum í Bolungarvík hafði staðið yfir í rúmlega tvö ár þegar hún var felld niður. Upphaf málsins má rekja til þess þegar fréttamiðlinum Bæjarins besta barst bréf þar sem pólskur verkstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. var sagður hafa tekið eitt þúsund evrur, um 150 þúsund íslenskra króna af öðrum Pólverjum sem hann hafði milligöngu um að útvega vinnu. Í bréfinu eru birt nöfn um tuttugu Pólverja sem sagðir eru hafa greitt verkstjóranum þessa fjárhæð. Lögreglan fékk bréfið til skoðunar. Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, afhenti lögreglu gögn í málinu. Í kjölfarið var leitað eftir aðstoð mansalsteymis að sunnan. Lárus fundaði einnig með bæjarstjóranum og félagsmálastjóra og gerði þeim grein fyrir því að málið skaðaði bæinn. „Þetta gæti ekki verið gott til frásagnar fyrir bæinn ef rétt reyndist.“ sagði Lárus í viðtali við Fréttablaðið um málið. Nú hefur lögregla fellt niður rannsókn málsins. Fimm meintir brotaþolar í málinu, fyrrverandi starfsmenn fiskvinnslunnar, ákváðu að una ekki ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum og kærðu hana til ríkissaksóknara. „Rannsókn í málinu var hætt, henni var bara lokið og hætt,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, og staðfestir að ákvörðun hans hafi verið kærð til ríkissaksóknara. Hann vill ekki tjá sig um ástæður þess að rannsókn málsins var hætt eða tjá sig um málið. Unnt er að kæra til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa frá kæru, hætta rannsókn, fella niður mál og falla frá saksókn. Ríkissaksóknari þarf að taka afstöðu til kærunnar innan þriggja mánaða frá því að kæran barst honum, skrifa lögreglustjóra bréf og óska eftir afriti af málsgögnum og setja fram rökstuðning. Mansalsteymi lögreglunnar veitti ráðgjöf vegna rannsóknarinnar. Þekkt er að verkafólk greiði verndartolla til að tryggja að það haldi vinnu sinni og eru slíkar greiðslur merki um að ef til vill þurfi að rannsaka hvort mansal sé á ferðinni. „Það er verið að hagnýta sér viðkomandi sem þekkir ekki umhverfið og réttindi sín,“segir Snorri Birgisson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérfræðingur í mansali hjá lögreglunni. „Það er meiri skilningur á þessum málum núna í kjölfar aukinnar fræðslu um einkenni mansals.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira