Seltirningar segja skilið við gúmmíkurlið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2016 12:39 Knattspyrnuiðkendur á Seltjarnarnesi fá völl sinn endurnýjaðan fyrir sumarið. Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“ Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fjarlægja allt gúmmíkurl úr dekkjum við íþróttasvæði Seltirninga, Vivaldi-vellinum. Verður allur völlurinn endurnýjaður við sama tækifæri. Þetta kemur fram á heimasíðu Seltjarnarnesbæjarar. „Með þessu móti vill bæjarfélagið bregðast við þeirri umræðu sem verið hefur um mögulega skaðsemi kurlsins og skapa öruggt umhverfi fyrir íþróttaiðkendur á Seltjarnarnesi,“ segir í frétt á heimasíðu bæjarins. Reiknað er með því að framkvæmdir hefjist í apríl eða maí. Umræða um dekkjakurlið hefur verið hávær undanfarin misseri og fyrir liggur að skipta á út kurlinu á öðrum völlum í Reykjavík á næstu árum. „Við ætlum að taka það í burtu, fjarlægja það og endurnýja um leið gervigrasvöllinn, Vivaldi-völlinn,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menninga- og samskiptasviðs hjá Seltjarnarnesbæ.Ákváðu að láta slag standa „Þessi umræða um að það kunni að vera eiturefni í þessu kruli ýtti við okkur. Þess utan er kominn tími á völlinn. Við ákváðum að láta slag standa og gerum hvort tveggja í senn.“ Í stað svarta dekkjarkurlsins mun koma grátt gúmmí sem mun vera viðurkennt og samþykkt. Soffía segir málið enn eiga eftir að fara fyrir bæjarráð en hafi þegar verið samþykkt í íþrótta- og tómstundaráði bæjarins. Tilboð frá verktaka í verkið hljómi upp á 75 milljónir króna. Soffía segir framkvæmdirnar ekki til komnar vegna þrýstings frá foreldrum. „Nei í raun og veru ekki. Þessi heildarumræða ýtti bara við okkur og það að völlurinn sé kominn á tíma. Það er gott að geta sagt frá því að við ætlum út í þetta. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að æfa í umhverfi sem gæti verið heilsuspillandi.“
Tengdar fréttir Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Vilja banna notkun dekkjakurls á íþróttavöllum Þingmenn vilja gúmmíkurlslausa íþróttavelli fyrir árslok 2016. 7. nóvember 2015 21:10
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10