Ferðamannastaðafrumvarp mismunar og flækir málin Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Vaxandi ágangur ferðamanna veldur oft vanda, ekki síst þar sem þeir sem hunsa aðvaranir og setja sig í hættu eins og við Gullfoss. vísir/gva "Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
"Maður sér ekki fyrir þér að þetta frumvarp leysi vandann," segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp alþingismanna Bjartrar framtíðar vegna ferðamannastaða. Alþingi sendi frumvarp þingmannanna til umsagnar hjá sveitarfélögum. Samkvæmt því verður sveitarfélögum heimilt að gera skylt að fá leyfi og innheimta leyfisgjald fyrir fénýtingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða. Breytingin leysir markmið frumvarps til laga um náttúrupassa sem lagt var fyrir Alþingi 2014–2015, en náði ekki afgreiðslu, og markmið frumvarps til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. "Þá leysir lagabreytingin þann vanda að ekki hefur reynst gerlegt að nýta það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt uppbyggingu náttúrufyrirbrigða og ferðamannastaða, m.a. vegna skorts á áætlunum, teikningum og verktökum. Frumvarpinu er ætlað að fela Sveitarfélögunum sjálfum að meta vandann, gera samninga við þá sem skipuleggja hópferðir á staðina og standa að uppbyggingu," segir í greinargerð með frumvarpinu sem sagt er fela í sér lausn á "yfirgripsmiklum og umdeildum" vanda. "Frumvarpið felur ekki í sér heimild til gjaldtöku á ferðamannastöðum heldur beinist fyrst og fremst að skipulögðum hópferðum á tiltekna staði þar sem þriðji aðili hagnast á nýtingu staðar sem hann á ekki beina aðild að."Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Í bókun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar segir að ekki verði séð að frumvarpið leysi vanda. "Nauðsynlegt er að líta til jafnræðis í vinnubrögðum gagnvart gjaldtökuheimildum á landsvísu en umrætt frumvarp gefur tilefni til aukins flækjustigs og mismununar milli staða," segir í bókuninni. Valtýr Valtýsson segir ekki æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag setji sínar reglur um leyfi og leyfisgjöld. "Sveitarfélög eru misjafnlega í sveit sett og í stakk búin til þess að sinna þessu. Menn sjá ekki fyrir sér gjaldtöku í þessu nema á landsvísu en ekki mismunandi gjöld innan hvers sveitarfélags," segir Valtýr. Vandinn er hins vegar raunverulegur að sögn Valtýs. Eftir því sem fleiri sjónarmið og hugmyndir komi fram verði sjónarhóllinn betri. "Það er númer eitt, tvö og þrjú að ná þessu samtali og ná sameiginlegri sýn - eins mikið og það er hægt," segir sveitarstjórinn í Bláskógabyggð.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira