Stjórnarmaður í RÚV segist ekki vera puntudúkka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2016 19:24 Kristinn Dagur Gissurarson segir að ummæli sín þar sem hann kallaði atriði Reykjavíkurdætra „hálfgerða klámsýningu“ hafi verið hófstillt. Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og fulltrúi Framsóknarflokksins þar segir að stjórnarseta sín í stjórn RÚV þýði ekki að hann sitji þar sem puntudúkka til þess eins að þyggja stjórnarlaun sín. Honum beri að hafa hag RÚV að leiðarljósi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kristni Degi sem hann sendi fjölmiðlum í kvöld. Nokkur styr hefur staðið um ummæli Kristins Dags í kjölfar atriðis Reykjavíkurdætra í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini þar sem þær léku lausum hala. Í viðtali á Útvarpi Sögu kallaði hann atriðið hálfgerða klámsýningu auk þess sem hann gagnrýndi framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar. Sagði Kristinn Dagur það einkennilegt að hann sem sjónvarpsmaður væri úti í bæ að lýsa eindregnum pólitískum skoðunum sínum. Þegar hann var inntur eftir því hvort það væri hlutverk stjórnar RUV að hafa afskipti af dagskrárgerð og fréttaflutningi, hvort það væri í þeirra valdi að grípa í taumana og jafnvel koma Gísla Marteini frá, eða draga til ábyrgðar eins og það er orðað, sagði Kristinn að svo væri að vísu ekki en stjórnin gæti hins vegar rekið útvarpsstjórann.Segir fjölmiðlamenn hafa atað sig auriÍ yfirlýsingu Kristins Dags segir hann að ummæli sín hafi verið hófstillt og þar hafi hann rætt ýmislegt sem hann telur ekki samrýmast dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gildum þess. Það hafi orðið til þess að fjölmiðlamenn hafi kosið að ata sig auri og vera með illmæli og dylgjur í sinn garð. Vitnar Kristinn til fésbókarfærslu Sigmars Guðmundsonar, útvarpsmanns á RÚV, þar sem Sigmar sagði að ummæli Kristinn þýddu meðal annars að enn einu sinni væri starfsfólki RÚV hótað af stjórnmálamönnum. Í yfirlýsingu sinni segist Kristinn standa við orð sem hann hafi ritað síðastliðið haust og birst hafi í Fréttablaðinu 12. nóvember 2015 þar sem hann segir að „mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtarbrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.”Yfirlýsingu Kristins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.„Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum um málefni RUV þar sem tilefnið er viðtal við mig á Útvarpi Sögu, þann 3. mars, og í því sambandi vitnað í fésbókarfærslu, 4. mars, Sigmars Guðmundsonar, dagskrárgerðarmanns hjá RUV, óska ég að eftirfarandi komi fram og verði birt.Ég, undirritaður, er ekki einhver puntudúkka sem sit í stjórn RUV til þess eins að þiggja stjórnarlaun sem nema um 80 þúsundum króna á mánuði, fyrir skatta. Mér ber að hafa hag RUV að leiðarljósi og vinna eftir lögum um Ríkisútvarpið ohf. Það að ég hafi á hófstilltan hátt rætt í þessu viðtali ýmislegt sem ég teldi ekki samrýmast dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gildum þess, - hafi orðið til þess að fáeinir „fjölmiðlamenn“ kjósa að ata mig auri og vera með dylgjur og illmælgi í minn garð er undrunarefni og segir meira um þá en mig. Tek skýrt fram að þetta á ekki við um allar fréttir af málinu. Hvað varðar fésbókarfærslu Sigmars Guðmundsonar, dagskrárgerðarmanns hjá RUV, hef ég svarað henni á þeim hinum sama vettvangi.En til þess að enginn velkist í vafa um afstöðu mína til RUV læt ég hér fylgja með niðurlag greinar sem ég ritaði síðastliðið haust og birtist í Fréttablaðinu 12. nóvember 2015. Ég stend við hvert orð sem þar er að finna“RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtarbrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.”Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður í RUV ohf.“ Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Stjórnarmaður RÚV segir atriði Reykjavíkurdætra klámsýningu Kristinn Dagur Gissurarson kveðst ætla að kalla eftir skýringum útvarpsstjóra á framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar. 4. mars 2016 13:08 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og fulltrúi Framsóknarflokksins þar segir að stjórnarseta sín í stjórn RÚV þýði ekki að hann sitji þar sem puntudúkka til þess eins að þyggja stjórnarlaun sín. Honum beri að hafa hag RÚV að leiðarljósi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kristni Degi sem hann sendi fjölmiðlum í kvöld. Nokkur styr hefur staðið um ummæli Kristins Dags í kjölfar atriðis Reykjavíkurdætra í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini þar sem þær léku lausum hala. Í viðtali á Útvarpi Sögu kallaði hann atriðið hálfgerða klámsýningu auk þess sem hann gagnrýndi framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar. Sagði Kristinn Dagur það einkennilegt að hann sem sjónvarpsmaður væri úti í bæ að lýsa eindregnum pólitískum skoðunum sínum. Þegar hann var inntur eftir því hvort það væri hlutverk stjórnar RUV að hafa afskipti af dagskrárgerð og fréttaflutningi, hvort það væri í þeirra valdi að grípa í taumana og jafnvel koma Gísla Marteini frá, eða draga til ábyrgðar eins og það er orðað, sagði Kristinn að svo væri að vísu ekki en stjórnin gæti hins vegar rekið útvarpsstjórann.Segir fjölmiðlamenn hafa atað sig auriÍ yfirlýsingu Kristins Dags segir hann að ummæli sín hafi verið hófstillt og þar hafi hann rætt ýmislegt sem hann telur ekki samrýmast dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gildum þess. Það hafi orðið til þess að fjölmiðlamenn hafi kosið að ata sig auri og vera með illmæli og dylgjur í sinn garð. Vitnar Kristinn til fésbókarfærslu Sigmars Guðmundsonar, útvarpsmanns á RÚV, þar sem Sigmar sagði að ummæli Kristinn þýddu meðal annars að enn einu sinni væri starfsfólki RÚV hótað af stjórnmálamönnum. Í yfirlýsingu sinni segist Kristinn standa við orð sem hann hafi ritað síðastliðið haust og birst hafi í Fréttablaðinu 12. nóvember 2015 þar sem hann segir að „mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtarbrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.”Yfirlýsingu Kristins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.„Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum um málefni RUV þar sem tilefnið er viðtal við mig á Útvarpi Sögu, þann 3. mars, og í því sambandi vitnað í fésbókarfærslu, 4. mars, Sigmars Guðmundsonar, dagskrárgerðarmanns hjá RUV, óska ég að eftirfarandi komi fram og verði birt.Ég, undirritaður, er ekki einhver puntudúkka sem sit í stjórn RUV til þess eins að þiggja stjórnarlaun sem nema um 80 þúsundum króna á mánuði, fyrir skatta. Mér ber að hafa hag RUV að leiðarljósi og vinna eftir lögum um Ríkisútvarpið ohf. Það að ég hafi á hófstilltan hátt rætt í þessu viðtali ýmislegt sem ég teldi ekki samrýmast dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og gildum þess, - hafi orðið til þess að fáeinir „fjölmiðlamenn“ kjósa að ata mig auri og vera með dylgjur og illmælgi í minn garð er undrunarefni og segir meira um þá en mig. Tek skýrt fram að þetta á ekki við um allar fréttir af málinu. Hvað varðar fésbókarfærslu Sigmars Guðmundsonar, dagskrárgerðarmanns hjá RUV, hef ég svarað henni á þeim hinum sama vettvangi.En til þess að enginn velkist í vafa um afstöðu mína til RUV læt ég hér fylgja með niðurlag greinar sem ég ritaði síðastliðið haust og birtist í Fréttablaðinu 12. nóvember 2015. Ég stend við hvert orð sem þar er að finna“RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtarbrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.”Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður í RUV ohf.“
Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Stjórnarmaður RÚV segir atriði Reykjavíkurdætra klámsýningu Kristinn Dagur Gissurarson kveðst ætla að kalla eftir skýringum útvarpsstjóra á framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar. 4. mars 2016 13:08 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57
Stjórnarmaður RÚV segir atriði Reykjavíkurdætra klámsýningu Kristinn Dagur Gissurarson kveðst ætla að kalla eftir skýringum útvarpsstjóra á framgöngu Gísla Marteins Baldurssonar. 4. mars 2016 13:08
Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45