Fleiri fréttir

Vilja þjónustu og farsímasenda

Bæjarráð Ölfuss tekur undir áskorun bæjarráðs Árborgar til Vegagerðarinnar frá því í janúarlok um að breytt verði skilgreiningum á vetrarþjónustu á Suðurstrandarvegi. Farið er fram á að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk.

Hvert heimili verði með viðlagakassa

Rauði krossinn verður með almenningsfræðslu á tuttugu og fimm stöðum og í öllum grunnskólum landsins um hvernig bregðast skuli við ef rof verður á innviðum. Vill að hvert einasta heimili verði með heimilisáætlun og viðlagakassa.

Óværa sem smitar bæði menn og dýr

Kattafló fannst á heimilisketti í Garðabæ fyrir stuttu, en hún er ekki landlæg. Mikil áhersla er lögð á að uppræta óværuna enda veldur hún dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum.

Ofanflóðasjóður lokar á Siglufjörð

Ofanflóðasjóður telur sig ekki geta komið frekar að kostnaði við viðgerðir á tveimur götum norðarlega í Fjallabyggð vegna flóða sem urðu á Siglufirði þann 28. ágúst í fyrra.

Neitaði að borga og var flutt í fangaklefa

Mjög ölvuð kona neitaði að greiða fyrir veitingar, sem hún hafði notið á veitingahúsi í vesturborginni laust fyrir klukkan eitt í nótt. Starfsfólkið kallaði á lögreglu, en konan harðneitaði að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar, svo hún var vistuð í fangageymslu.

Vélsleðar framkalla snjóflóð

Dæmi eru um að vélsleðar hafi hleypt af stað snjóflóðum á hálendinu síðustu daga. Töluverð snjóflóðahætta er enn á noðranverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og á Austfjörðum eftir austan áhlaupið fyrir síðustu helgi.

Gefa of mikinn afslátt af öryggi í fjallaferðum

Árni Tryggvason segir marga fararstjóra hafa of litla þekkingu til að leiða fjallgönguhópa og segir þá ekki krefjast nægilegs öryggisbúnaðar af göngumönnum. Þá segir hann svokallaða keðjubrodda oft notaða þegar það eigi ekki við.

Frumvarp um opinber innkaup lent í mótbyr

Samkeppniseftirlitið gagnrýnir frumvarp um opinber innkaup. Gert er ráð fyrir að innlent samkeppnismat verði ekki skylda er innlendir aðilar halda útboð með erlendum aðilum. Viðskiptaráð gerir alvarlegar athugasemdir við málið.

Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun

Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn.

Vill að dóttir sín skipti um skóla

Móðir ellefu ára gamallar stelpu, sem fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu í Fellaskóla í tilefni öskudags þar sem hún var ekki í mataráskrift í skólanum, segir koma til greina að hún skipti um skóla vegna málsins. Sviðstjóri skóla og frístundasviðs borgarinnar segir skólayfirvöld hafa brugðist rétt við í málinu.

Bjargaði mömmu sinni frá drukknun

Sjö ára stúlka úr Grafarvogi, Karen Sæberg Guðmundsdóttir, var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins. Karen bjargaði lífi móður sinnar sem fékk flogakast í heitum potti.

Sjá næstu 50 fréttir