Nemandi í FG: „Öll borðin eru kjaftfull af rusli“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 11:45 Nemendur í FG mega margir hverjir taka sig á í umgengni ef marka má aðgerðir skólastjóra. Vísir/Sigurjón Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari lokaði mötuneytinu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í gær og í dag. Um uppeldisráð er að ræða en nemendur eru sagðir ganga afar illa um. Nemendur hafa því engan aðgang að mat og drykk í skólanum þessa tvo daga og þurfa að mæta með nesti eða fara í göngutúr í næstu búð. Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, nemandi í FG, ræddi málin í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun og viðurkenndi að hegðun nemenda hvað umgengni ræðir væri ekki góð. „Umgengni hefur verið mjög slæm síðustu vikur,“ sagði Rögnvaldur í þættinum. Hann sagði alls ekki um stæla að ræða í Kristni Þorsteinssyni skólameistara heldur kynnti hann þetta fyrir nemendum sem uppeldisráð. Aðspurður hvort málið tengdist því eitthvað að um unglinga úr Garðabæ væri að ræða sagðist Rögnvaldur í það minnsta ekki hafa heyrt af því að loka þyrfti mötuneytum í öðrum skólum vegna slæmrar umgengni nemenda.Stadusinn á FG! #lokaðmötuneyti #fglifid #brennslanfm @BrennslanFM pic.twitter.com/gaxyP4ZxGw— Ingeborg Garðarsd (@gardarsd) February 12, 2016 Starfsfólkið langþreytt Rögnvaldur segir að það komi fyrir að nemendur hendi rusli á gólfið en þetta snúist aðallega að borðunum í mötuneytinu. „Öll borðin eru kjaftfull af rusli,“ segir Rögnvaldur. Starfsfólk í mötuneytinu sé orðið langþreytt á að þrífa upp eftir menntaskólanema sem geti ekki farið með umbúðir, diska og fleira á réttan stað. Rögnvaldur segist hafa heyrt af pirringi nemenda sem geta ekki fengið sér kaffi, vatn eða keypt nokkuð í skólanum. Nú verði bara að mæta með nesti að heiman. „Það er ekkert annað í stöðunni.“ Mötuneytið verður opnað aftur á mánudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort umgengni í mötuneytinu verði betri að loknu þessu útspili skólameistarans.Viðtalið við Rögnvald í Brennslunni má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mötuneytinu lokað vegna ömurlegrar umgengni nemenda Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Garðabæ gripið til þess að loka mötuneyti skólans vegna slæmrar umgengni. 11. febrúar 2016 13:23