Lögregluyfirvöld leiddu íslensku konuna í gildru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 16:31 Íslensk kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um aðkomu að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Mexíkó til Íslands með viðkomu í Kanada, var handtekin í Toronto í desember nokkrum dögum fyrir jól. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og má reikna með því að hún verði í haldi þar til dómur fellur í málinu. Konan mun hafa verið í hlutverki burðardýrs en segja má að lögregluyfirvöld hafi leitt hana í gildru til þess að ná að tengja hana við fíkniefnainnflutninginn. Fór konan utan til Toronto til að sækja golfsett sem sent hafði verið með póstsendingu frá Mexíkó en verið stöðvað í Kanada. Þar var konan handtekin en kylfurnar höfðu verið fylltar af fíkniefnum. Rannsókn málsins er í höndum kanadísku lögreglunnar en var þó unnin í samstarfi við íslensk yfirvöld á fyrri stigum samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Umrædd golfsett á leiðinni frá Íslandi í nóvember.Ævintýraleg sagaMálið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis tilkynnti konan þremur kunningjakonum sínum að hún hefði unnið ferð fyrir fjóra til Cancun í Mexíkó. Lúxusferð sem vinkonurnar slógu ekki hendinni á móti. Það sem þær vissu ekki var að verið var að reyna að gera þær að burðardýrum án þeirra vitundar.Í Leifsstöð afhenti konan kunningjakonum sínum sitt golfsettið hverri og tilkynnti þeim að spilað yrði golf úti í Mexíkó. Konurnar millilentu í Toronto í Kanada áður en til Mexíkó var komið. Þar fór konurnar þrjár að gruna að ekki væri allt með felldu. Golfsettunum var komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun sem þær skildu ekki alveg. Þangað voru þau sótt af íslenskum manni sem hefur meðal annars hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir fíkniefnainnflutning.Frá flugvellinum í Toronto.Vísir/GettyFóru að efast um ferðina Í framhaldinu fóru konurnar að ganga á vinkonu sína með það í hvaða leik hún hefði unnið miðana en fengu engin skýr svör. Urðu þær óttaslegnar yfir því hvaða aðstæður þær væru búnar að koma sér í og voru farnar frá Cancun, fyrr en áætlað var, eftir fimm daga dvöl. Sú sem situr í gæsluvarðhaldi fylgdi með. Í Toronto stungu konurnar þrjár vinkonuna svo af og komust í flug heim til Íslands. Vinkonan kom í framhaldinu til Íslands. Einhverjar vikur liðu þegar upplýsingar bárust lögreglu að golfsett, með kylfum sem höfðu verið fylltar af fíkniefnum, væri á leið í póstsendingu frá Cancun til Íslands með viðkomu í Toronto. Golfsettið átti að senda alla leið en var stöðvað í Kanada. Fékk konan þær upplýsingar að hún yrði að sækja settið til Kanada. Þegar þangað var komið var hún handtekin. Á svipuðum tíma var annað golfsett, einnig merkt henni, sent svipaða leið og hefur lögregla einnig lagt hald á það. Upplýsingar liggja ekki fyrri um magn fíkniefna en ætla má að það sé töluvert sem koma má fyrir í kylfum tveggja golfsetta. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað er með því að konan verði í gæsluvarðhaldi ytra þar til að dómur fellur í málinu. Það gæti tekið sinn tíma en til samanburðar hafa meintir fíkniefnainnflytjendur hér á landi, íslenskir sem erlendir, verið í gæsluvarðhaldi í allt að hálft ár áður en málin fara fyrir dóm. Uppfært klukkan 21:36Konan hefur verið ákærð fyrir innflutning á tæplega kílói af kókaíni til Kanada. Hún var handtekin þann 18. desember og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan eða í 55 daga. Hún kemur næst fyrir dómara þann 19. febrúar. Nánar hér. Tengdar fréttir Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Íslensk kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um aðkomu að umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Mexíkó til Íslands með viðkomu í Kanada, var handtekin í Toronto í desember nokkrum dögum fyrir jól. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og má reikna með því að hún verði í haldi þar til dómur fellur í málinu. Konan mun hafa verið í hlutverki burðardýrs en segja má að lögregluyfirvöld hafi leitt hana í gildru til þess að ná að tengja hana við fíkniefnainnflutninginn. Fór konan utan til Toronto til að sækja golfsett sem sent hafði verið með póstsendingu frá Mexíkó en verið stöðvað í Kanada. Þar var konan handtekin en kylfurnar höfðu verið fylltar af fíkniefnum. Rannsókn málsins er í höndum kanadísku lögreglunnar en var þó unnin í samstarfi við íslensk yfirvöld á fyrri stigum samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá málinu í morgun. Umrædd golfsett á leiðinni frá Íslandi í nóvember.Ævintýraleg sagaMálið allt hefur yfir sér reyfarakenndan blæ en samkvæmt heimildum Vísis tilkynnti konan þremur kunningjakonum sínum að hún hefði unnið ferð fyrir fjóra til Cancun í Mexíkó. Lúxusferð sem vinkonurnar slógu ekki hendinni á móti. Það sem þær vissu ekki var að verið var að reyna að gera þær að burðardýrum án þeirra vitundar.Í Leifsstöð afhenti konan kunningjakonum sínum sitt golfsettið hverri og tilkynnti þeim að spilað yrði golf úti í Mexíkó. Konurnar millilentu í Toronto í Kanada áður en til Mexíkó var komið. Þar fór konurnar þrjár að gruna að ekki væri allt með felldu. Golfsettunum var komið fyrir í afgreiðslu hótelsins í Cancun sem þær skildu ekki alveg. Þangað voru þau sótt af íslenskum manni sem hefur meðal annars hlotið átta ára dóm hér á landi fyrir fíkniefnainnflutning.Frá flugvellinum í Toronto.Vísir/GettyFóru að efast um ferðina Í framhaldinu fóru konurnar að ganga á vinkonu sína með það í hvaða leik hún hefði unnið miðana en fengu engin skýr svör. Urðu þær óttaslegnar yfir því hvaða aðstæður þær væru búnar að koma sér í og voru farnar frá Cancun, fyrr en áætlað var, eftir fimm daga dvöl. Sú sem situr í gæsluvarðhaldi fylgdi með. Í Toronto stungu konurnar þrjár vinkonuna svo af og komust í flug heim til Íslands. Vinkonan kom í framhaldinu til Íslands. Einhverjar vikur liðu þegar upplýsingar bárust lögreglu að golfsett, með kylfum sem höfðu verið fylltar af fíkniefnum, væri á leið í póstsendingu frá Cancun til Íslands með viðkomu í Toronto. Golfsettið átti að senda alla leið en var stöðvað í Kanada. Fékk konan þær upplýsingar að hún yrði að sækja settið til Kanada. Þegar þangað var komið var hún handtekin. Á svipuðum tíma var annað golfsett, einnig merkt henni, sent svipaða leið og hefur lögregla einnig lagt hald á það. Upplýsingar liggja ekki fyrri um magn fíkniefna en ætla má að það sé töluvert sem koma má fyrir í kylfum tveggja golfsetta. Samkvæmt heimildum Vísis er reiknað er með því að konan verði í gæsluvarðhaldi ytra þar til að dómur fellur í málinu. Það gæti tekið sinn tíma en til samanburðar hafa meintir fíkniefnainnflytjendur hér á landi, íslenskir sem erlendir, verið í gæsluvarðhaldi í allt að hálft ár áður en málin fara fyrir dóm. Uppfært klukkan 21:36Konan hefur verið ákærð fyrir innflutning á tæplega kílói af kókaíni til Kanada. Hún var handtekin þann 18. desember og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan eða í 55 daga. Hún kemur næst fyrir dómara þann 19. febrúar. Nánar hér.
Tengdar fréttir Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Flúðu skelfingu lostnar frá Cancun Íslensk kona í gæsluvarðhaldi í Kanada. Talin hafa reynt að narra þrjár vinkonur sínar til að gerast burðardýr. Ótrúleg frásögn. 12. febrúar 2016 07:00