Fleiri fréttir

Ekki grunur um íkveikju í Skeljatanga

Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði við Skeljatanga í Mosfellsbæ 4. október síðastliðinn en það var leigubílstjóri sem varð var við eldinn um miðja nótt og hringdi á slökkvilið.

Dræm veiði hjá síldveiðiskipum

Dræm veiði hefur verið hjá síldveiðiskipunum um helgina, en þau eru nú flest umþaðbil 50 sjómílur vestur af Garðskaga. Að sögn stýrimanns á einu þeirra er hálf dapurt yfir þessu, þetta sé óttalegt kropp.

Verkföll hófust á miðnætti og fundað á ný upp úr hádegi

Tveggja sólarhringa verkfall félagsmanna í SFR og og sjúkraliðafélags Íslands, hófst á miðnætti og nær til vel á fjórða þúsund manns. Samningamenn ríkisins og þessara hópa hafa ræðst við hjá ríkissáttasemjara alla helgina og lauk fundi um kvöldmatarleitið í gær.

Leita að manni sem vill ekki finnast

Á fjórða hundrað manns hafa leitað Harðar Björnssonar frá því á fimmtudag. Lögreglu hafa borist tugir ábendinga um ferðir Harðar en fleiri vísbendingar vantar.

Grunaðir hryðjuverkamenn og ISIS-liðar í Leifsstöð

„Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Vilja kaupa íbúðir en eiga ekki peninga

Íbúðalánasjóður hefur sent 55 sveitarfélögum bréf og óskað eftir viðræðum um nýtingu á íbúðum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á yfir 1.500 íbúðir. Innan við helmingur þeirra er nú í útleigu.

Verjandi í fíkniefnamáli þarf ekki að víkja

„Ég held að þetta sé bara fordæmalaust enda skildi ég aldrei hvað bjó eiginlega að baki þessari kröfu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins íslensku mannanna sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli.

Verkfall hefst af fullum þunga á miðnætti

Þrátt fyrir að viðræðunefndir ríksins, SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafi skilað þokkalegu starfi náðu þær ekki að koma í veg fyrir vinnustöðvun. Íslendingar mega því búast við viðlíka röskunum og þeir fengu að kynnast í liðinni viku.

Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin

Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd.

Minna drasl og meiri gleði

Sífellt fleiri kjósa að einfalda líf sitt með því að losa við óþarfa og hugsa neysluvenjur sínar upp á nýtt. Auður Alfífa fór í fatabindindi í ár og segir það hafa verið lærdómsríkt.

Fjölskyldan fékk synjun um hæli

Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi.

Gera ráð fyrir fleiri íbúðum í skipulagi

Borgarráð samþykkti samhljóma að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal. Framsóknarmenn og flugvallarvinir segja þetta jákvætt enda hafi þeir átt tillöguna. Sjálfstæðismenn gagnrýna að loforð við Knattspyrnufélagið Fram séu svikin.

Leita leiða til að ferja vinnandi hendur

Stórbætt atvinnuástand á Suðurnesjum er hvati að verkefni um bættar almenningssamgöngur til að ferja starfsfólk frá höfuðborgarsvæðinu til vinnu. Ein hugmynd er að reka sérstakt samgöngukerfi fyrirtækja.

Ofbeldi viðgekkst á Núpi: „Þessir krakkar áttu ekki sjéns“

Jón Gnarr lýsir grófu ofbeldi af hendi nemenda og kennara sem viðgekkst í heimavistarskólanum Núpi í Dýrafirði árin 1981-83. Jón lýsir í nýrri bók, Útlaganum, kynferðislegri misnotkun af hendi kennara, hópnauðgun og grófum barsmíðum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir meðvitund um ofbeldi og misnotkun ekki hafa verið til á þessum árum.

Sjá næstu 50 fréttir