Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna reyks frá grilli

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Slökkviliðsmennirnir yfirgáfu svæðið er þeir sáu hvernig í pottinn var búið.
Slökkviliðsmennirnir yfirgáfu svæðið er þeir sáu hvernig í pottinn var búið. vísir/stefán
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um fimmleytið í dag vegna reyks úr íbúð í Möðrufelli í Breiðholti. Þegar mennirnir komu á staðinn kom í ljós að þar hafði maður verið að fýra upp í grilli sínu með tilheyrandi reykjarmekki. Yfirgaf slökkviliðið vettvanginn án frekari aðgerða.

Á sjöunda tímanum voru síðan sjúkraflutningamenn kallaðir út vegna bílveltu við Sævarhöfða. Ekki er vitað um nákvæma líðan fólksins í ökutækinu en fyrstu fregnir herma að þau hafi komist af sjálfsdáðum úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×