Innlent

Leitað áfram á Suðurlandi í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Talið er að Hörður sé klæddur í peysu áþekka þeirri sem hann er í á myndinni.
Talið er að Hörður sé klæddur í peysu áþekka þeirri sem hann er í á myndinni. mynd/lögreglan
Leit að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði leituðu í gær fram að kvöldmat en árangurslaust. Eftir fund aðila hefur verið ákveðið að halda leit áfram á Suðurlandi í dag. Brýnt er fyrir fólki að hafa augun opin fyrir Herði.

Hörður er 25 ára gamall og sást síðast á Laugarásvegi aðfararnótt fimmtudags en þá var hann skólaus. Talið er að hann sé klæddur í svartar buxur og gráa peysu áþekka þeirri sem hann er klæddur í á meðfylgjandi myndum. Hann er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg.

Lögreglan hefur hvatt almenning til að leita vel í nærumhverfi sínu að Herði svo sem í húsum, skúrum, bílum og görðum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir eða staðsetningu Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í s. 8431106 eða með skilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar.

Uppfært: Í upphafi fengust þær upplýsingar frá Landsbjörg að ekki yrði leitað að Herði í dag. Það var rangt. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×