Innlent

Jólaundirbúningurinn hafinn: Bjórinn farinn að gerjast og kakan vökvuð með rommi

Þrátt fyrir að rúmir tveir mánuðir séu til jóla eru fjölmargir Íslendingar þegar farnir að undirbúa hátíðahöldin.  Þó svo að þeir séu ekki farnir að skreyta hús sín með grænum greinum eru jólabörnin byrjuð að huga að öðrum verkum.  

 Ísland í dag tók hús hjá nokkrum þeirra, þeirra á meðal Þórgný Thoroddsen, formanni ÍTR, sem er byrjaður að brugga jólabjórinn í ár.

Þroskaþjálfinn Margrét Lísa Steingrímsdóttir er þá búin að baka jólakökuna. Ekki seinna vænna því hana þarf að vökva með rommi fram að jólum.

Tónlistarfólkið Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru samofin hátíðahöldunum á mörgum íslenskum heimilum. Þau eru fyrir löngu byrjuð að undirbúa jólin, jafnvel búin að taka upp jólaplöturnar en þau segjast þó ekki vera komin í jólaskapið. Engan langi í purusteik eftir upptökur á jólalögum í júlí.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×