Innlent

Neituðu að borga fargjaldið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hluti fjargjaldsins rennur til bleiku slaufunndar þennan mánuðinn.
Hluti fjargjaldsins rennur til bleiku slaufunndar þennan mánuðinn. vísir/völundur
Líkt og allar helgar ársins þá stóðu lögreglumenn vaktina í nótt og reyndu að passa að allt færi vel fram. Laganna verðir voru kallaðir út í tvígang vegna líkamsárása í nótt og þá þurftu þeir í fjórgang, hið minnsta, að hafa afskipti af farþegum sem neituðu að greiða fargjald fyrir ferð með leigubíl.

Fyrri árás kvöldsins átti sér stað skömmu fyrir miðnætti í Austurbæ. Árásarþoli þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild eftir hana. Gerandinn var handtekinn og er hann í haldi vegna rannsóknar málsins.

Skömmu fyrir klukkan fimm barst lögreglunni tilkynning um líkamsárás í miðborginni en þegar lögreglu bar að garði voru bæði gerandi og þolandi á bak og brott.

Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×