Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur áhyggjur af því að flokkurinn ætli sér að útiloka aðra valkosti en krónuna. Í samþykktri landsfundarályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins segir orðrétt: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. (...) Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Í drögum að ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna landsfundar flokksins Í Laugardalshöll um næstu helgi er ekki minnst einu orði á alþjóðlega mynt og í textanum er lögð áhersla á peningastefnu með krónuna sem gjaldmiðil. Ljóst er að um skýra stefnubreytingu er að ræða verði ályktunin samþykkt á landsfundi í núverandi mynd. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins tók undir í hádegisfréttum Bylgjunnar að um stefnubreytingu væri að ræða en tók fram að það væru aðrir einstaklingar í nefndinni núna en árið 2013 og að landsfundur ætti alltaf síðasta orðið.Þorsteinn PálssonÝmsir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem hafa lagt áherslu á aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum hafa talið ályktun síðustu landsfundar skynsamlega. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins vitnaði til dæmis til hennar í nýlegum pistli en þar fór hann í hnotskurn yfir þann innbyggða ójöfnuð sem felst í krónunni þegar borin er saman staða atvinnurekenda í útflutningi annars vegar og hins vegar staða launafólks og staða lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þorsteinn sagði m.a: „Tökum dæmi af sjávarútvegsfyrirtækinu Granda. Það færir reikninga sína í erlendri mynt. Þegar fjárfesta þarf í nýju skipi hefur það aðgang að erlendum lánum á helmingi lægri vöxtum en greiða þarf af krónunni. Að þessu leyti er samkeppnisstaða Granda góð. Hin hliðin er þessi: Hjá Granda starfar fiskverkakona. Laun hennar eru greidd af erlendum tekjum fyrirtækisins. Hún fær þó ekki greidd laun í sömu mynt. Þegar hún ætlar að fjárfesta í lítilli tveggja herbergja íbúð þarf hún að greiða vexti af krónunni sem eru tvöfalt hærri en fyrirtækið greiðir. Samkeppnisstaða hennar er því helmingi lakari en fyrirtækisins.“Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVonar að það verði ekki lenska að fækka valkostum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur líka verið þeirrar skoðunar að skoða þurfi aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum en krónuna. „Það er almennt ekki farsælt að þrengja eða fækka valkostum. Bæði í ljósi stöðu flokksins en líka í ljósi þess að við erum að leita að lausnum til að ná efnahagslegum stöðugleika til framtíðar,“ segir Þorgerður um þessi drög. Þorgerður Katrín segir að ályktun síðasta landsfundar samræmist betur markmiði um efnahagslegan og peningalegan stöðugleika til frambúðar. „Það er ljóst að ályktun síðasta landsfundar var mjög opin og hún heldur valkostunum uppi á borðum. Þess vegna vona ég að það verði ekki lenska hjá flokknum mínum að fækka valkostum þjóðarinnar bæði í gjaldmiðilsmálum sem og öðrum málum.” Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. Fyrrverandi varaformaður flokksins hefur áhyggjur af því að flokkurinn ætli sér að útiloka aðra valkosti en krónuna. Í samþykktri landsfundarályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi flokksins segir orðrétt: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. (...) Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Í drögum að ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna landsfundar flokksins Í Laugardalshöll um næstu helgi er ekki minnst einu orði á alþjóðlega mynt og í textanum er lögð áhersla á peningastefnu með krónuna sem gjaldmiðil. Ljóst er að um skýra stefnubreytingu er að ræða verði ályktunin samþykkt á landsfundi í núverandi mynd. Karen Elísabet Halldórsdóttir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins tók undir í hádegisfréttum Bylgjunnar að um stefnubreytingu væri að ræða en tók fram að það væru aðrir einstaklingar í nefndinni núna en árið 2013 og að landsfundur ætti alltaf síðasta orðið.Þorsteinn PálssonÝmsir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem hafa lagt áherslu á aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum hafa talið ályktun síðustu landsfundar skynsamlega. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins vitnaði til dæmis til hennar í nýlegum pistli en þar fór hann í hnotskurn yfir þann innbyggða ójöfnuð sem felst í krónunni þegar borin er saman staða atvinnurekenda í útflutningi annars vegar og hins vegar staða launafólks og staða lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þorsteinn sagði m.a: „Tökum dæmi af sjávarútvegsfyrirtækinu Granda. Það færir reikninga sína í erlendri mynt. Þegar fjárfesta þarf í nýju skipi hefur það aðgang að erlendum lánum á helmingi lægri vöxtum en greiða þarf af krónunni. Að þessu leyti er samkeppnisstaða Granda góð. Hin hliðin er þessi: Hjá Granda starfar fiskverkakona. Laun hennar eru greidd af erlendum tekjum fyrirtækisins. Hún fær þó ekki greidd laun í sömu mynt. Þegar hún ætlar að fjárfesta í lítilli tveggja herbergja íbúð þarf hún að greiða vexti af krónunni sem eru tvöfalt hærri en fyrirtækið greiðir. Samkeppnisstaða hennar er því helmingi lakari en fyrirtækisins.“Þorgerður Katrín GunnarsdóttirVonar að það verði ekki lenska að fækka valkostum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur líka verið þeirrar skoðunar að skoða þurfi aðra valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum en krónuna. „Það er almennt ekki farsælt að þrengja eða fækka valkostum. Bæði í ljósi stöðu flokksins en líka í ljósi þess að við erum að leita að lausnum til að ná efnahagslegum stöðugleika til framtíðar,“ segir Þorgerður um þessi drög. Þorgerður Katrín segir að ályktun síðasta landsfundar samræmist betur markmiði um efnahagslegan og peningalegan stöðugleika til frambúðar. „Það er ljóst að ályktun síðasta landsfundar var mjög opin og hún heldur valkostunum uppi á borðum. Þess vegna vona ég að það verði ekki lenska hjá flokknum mínum að fækka valkostum þjóðarinnar bæði í gjaldmiðilsmálum sem og öðrum málum.”
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira