Fleiri fréttir

Mannslát rannsakað sem morð

Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi.

Ódýra vínið hækkar en það dýra lækkar í verði

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um að færa allt áfengi í lægra virðisaukaskattsþrep mun hækka verð á ódýru áfengi en lækka verð á dýrara áfengi. Í frumvarpinu er lagt til að færa áfengi í eitt þrep en hækka áfengisgjald á móti svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna.

Máli Annþórs og Barkar frestað

Aðalmeðferð málsins átti að fara fram dagana 15. og 16. október næstkomandi en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Skýringin er sú að erfiðleikar hafi komið upp við boðun vitna og þá sérstaklega við boðun erlendra sérfræðinga sem fengnir voru til að meta skýrslur íslenskra sérfræðinga um andlát fangans.

Skemmdarverk við bústað Sjálfsbjargar

„Við vitum ekkert hverjir voru á ferli og unnu þessi skemmdarverk,“ segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, um skemmdarverk sem unnin voru a lóð Krika, sumarbústaðar Sjálfsbjargar sem stendur við Elliðavatn, aðfaranótt mánudags.

Ný humarmið fundin suður af landinu

Skipstjórar á humarbátum frá Þorlákshöfn hafa fundið ný gjöful humarmið. Kærkomið þar sem veiði hefur verið dræm og kvóti hefur dregist saman undanfarin ár. Ferðaþjónustan hefur gjörbylt markaði með humar.

Íþróttameiðsli skuggalega algeng

Rannsókn við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í ljós að 51% ungmenna sem æfðu með íþróttafélagi á 12 mánaða tímabili þurfti að leita til læknis vegna meiðsla.

Illugi leysir frá skjóðunni

Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins.

Markmiðið að útrýma lifrarbólgu C

Allir lifrarbólgusjúklingar fá ný lyf sem gefa góðan árangur í flestum tilvikum. Meðferðin sem hefur verið notuð hingað til er ekki jafn árangursrík og með miklar aukaverkanir. Nýja meðferðin varir mun skemur og aukaverkanir eru litlar.

Bjóða flóttafólki heim til Hóla

„Eitt föstudagssíðdegið sátum við Hólafólk saman og ræddum málefni líðandi stundar. Þá kom upp þessi hugmynd að það væri gaman að bjóðast til að taka á móti flóttafólki hér á Hólum,“ segir Guðmundur Björn Eyþórsson, íbúi á Hólum í Hjaltadal.

Fólk grét á göngunum þegar það fékk fréttirnar

Fanney Björk Ásgeirsdóttir segist enn vera í geðshræringu eftir að hafa fengið þær fréttir í dag að allir einstaklingar sem smitaðir eru af lifrabólgu C fái lyfið Harvoni endurgjaldslaust en það útrýmir sjúkdómnum í nær öllum tilfellum.

„Þetta er einhvern veginn lægsta plan“

Brotist var inn í húsnæði Rauða kross Íslands í Hveragerði í gær eða í nótt. Bæði myndavél og tölvu var stolið en aðkoman var óskemmtileg í morgun.

Meðferðarátak vegna lifrarbólgu C einsdæmi á heimsvísu

Sigurður Ólafsson, umsjónarlæknir lifrarlækninga á Landspítala, segir að það þekkist hvergi annars staðar í veröldinni að öllum þeim sem séu með lifrarbólgu C sé boðin viðlíka meðferð við sjúkdómnum og stefnt er að hér á landi á næstu þremur árum.

Slökkviliðið kallað út vegna elds á pítsustað

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í pítsustað við Austurstræti klukkan hálf sex í morgun og var allt tiltækt lið af öllum stöðvum á svæðinu sent af stað.

Sjá næstu 50 fréttir