Fleiri fréttir

Boða tíma framkvæmda í ferðamálum

Ríkið, sveitarfélögin og Samtök ferðaþjónustunnar sameinast um nýja Stjórnstöð ferðamála. Hún á að fá 140 milljónir á ári í fimm ár. Á að höggva á hnút framkvæmdaleysis og gríðarlegs flækjustigs í ákvörðunum.

Hætti að reykja og skoðar nú heiminn

Frá því að Sigrún Birna Árnadóttir sagði skilið við reykingarnar árið 2013 hefur hún lagt til hliðar andvirði eins sígarettupakka á dag. Það hefur skilað henni 840 þúsund krónum í vasann.

Kennarar tali við nemendur í gegnum Snapchat

Kennari og sérfræðingur í skólaþróun segir mikilvægt að íslenskir kennarar noti samfélagsmiðla á borð við twitter og snapchat í meira mæli til að ná til nemenda og brjóta upp námið. Nemendur eru misopnir fyrir því að nota samfélagsmiðla sem kennslutæki.

Hræddir kettir eftir slæma vist

Rekstrarstjóri Kattholts segir að þeir kettir sem var bjargað úr iðnaðarhúsnæði í Reykjavík í síðustu viku séu hræddir og illa á sig komnir eftir slæma vist. Hún vonast til þess að þeir finni nýtt heimili á næstu mánuðum.

Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur

"Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn.“

Skammar þingmenn fyrir að leggja í leyfisleysi

"Fyrir mér horfandi á þetta svæði utan frá, ef ég vissi ekki betur, þá væri ég ekki viss hvort hér færi fram lagasetning fyrir landið allt og því til heilla eða bílasala.“

Hætta við skömmtun

Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september. Staða í miðlunum fyrirtækisins í lok ágúst var slæm, sérstaklega í Hálslóni, og í ljósi stöðunnar tilkynnti Landsvirkjun viðskiptavinum með mánaðar fyrirvara að líklega þyrfti að nýta ákvæði í samningum og draga úr raforkuframboði í vetur.

Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax

Samtökunum Þroskahjálp koma niðurstöður rannsóknar um verulega skert sjálfræði fólks með þroskahömlun ekkert á óvart. Stjórnvöld verði að grípa til nauðsynlegra aðgerða með lögum og reglum, fjárveitingum og skilvirku eftirliti.

Fimm hundruð fatlaðir bíða enn

Í Reykjavík bíða nærri fimm hundruð fatlaðir enn eftir stuðningsþjónustu. Af þeim eru þrjátíu og sex prósent metin í mikilli eða mjög mikilli þörf fyrir þjónustu. Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs kallar eftir meira fé til málaflokksins.

Ekki jafngildar leiðir

InDefence-hópurinn vill að sýnt verði fram á að greiðsla 334 milljarða stöðugleikaframlags sem slita­stjórnir föllnu bankanna hafa lagt til sé jafn hagstætt fyrir íslenskt þjóðarbú og greiðsla stöðugleikaskatts sem skila átti 690 til 850 milljörðum króna samkvæmt kynningu stjórnvalda síðasta sumar.

Fundur í dag hjá ríki og BSRB

Draga kann til tíðinda í deilu þriggja stærstu félaga BRSB við ríkið á fundi í dag. Undirritun fyrirliggjandi samnings við SGS og Flóans var frestað. Nái BSRB-félögin ekki samningi hefjast verkföll í næstu viku.

Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga

Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.

Tólf ekki enn í skóla

Útlendingastofnun óskaði ekki eftir þjónustu frá Hafnarfirði vegna hælisleitenda í nýrri móttökustöð í Bæjarhrauni þar til í síðustu viku. Nánar tiltekið 1. október.

Læknir ekki framseldur þótt hún yrði dæmd sek

Íslenskur læknir, sem grunaður er um mortilraun í Ungverjalandi, segir að um sviðsettan glæp sé að ræða. Konan starfar hér á landi. Verjandi segir rannsókninni vera ábótavant. Íslenskir ríkisborgarar eru ekki framseldir til annarra landa.

Ísland í dag: Hnuplað úr íslenskum verslunum fyrir milljarða

Samkvæmt nýlegum tölum nemur þjófnaður úr verslunum á Íslandi að minnsta kosti sex milljörðum á ári. Það þýðir að á hverjum einasta degi ársins er að meðaltali stolið úr búðum fyrir nærri tuttugu milljónir króna hér á landi.

Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn

Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka.

Sjá næstu 50 fréttir