Allt bendir til þess að Karl Axelsson verði hæstaréttardómari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2015 14:00 Ólöf Nordal hefur sagt tilefni til að endurskoða reglur við skipun dómara. Hún hefur ekki séð ástæðu til að véfengja tillögu dómnefndar. Vísir/Ernir Tillaga dómnefndar um að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt virðist munu ná fram að ganga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ekki lagt til að annar skipi embættið en samkvæmt lögum hafði hún möguleika á því til dagsins í gær. Fimm manna dómnefnd, skipuð körlum, mat Karl hæfastan þriggja umsækjenda sem allir voru metnir hæfir til að gegna stöðunni. Auk Karls sóttu um þau Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu.Dómarar í Hæstarétti.Vísir/StefánValið þótti nokkuð umdeilt þar sem menntun og reynsla af dómarastörfum er meiri hjá bæði Davíð Þór og Ingveldi. Hins vegar var Karl metinn standa þeim framar í reynslu af lögmanna- og stjórnsýslustörfum. Var Karl talinn hæfastur en ekki gert upp á milli Davíðs Þórs og Ingveldar vegna hæfis. Davíð og Ingveldur skiluðu bæði inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna mats dómnefndar. Karl verður níundi karlmaðurinn sem er skipaður hæstaréttardómari en ein kona gegnir stöðunni, Greta Baldursdóttir. Ingveldur hefur verið settur dómari við réttinn í fjarveru Páls Hreinssonar í rúmlega tvö og hálft ár en Páll snýr nú aftur til starfa. Karl hefur sömuleiðis verið settur dómari við réttinn undanfarið ár.Reynsla Karls Axelssonar af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum vó þyngra en dómarastörf og menntun hinna umsækjendanna.vísir/gvaStærsta deilumálið hefur snúið að því að nefndin sem mat Karl hæfastan er eingöngu skipuð körlum. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Alþingi, Lögmannafélag Íslands og Dómstólaráð tilnefna hvert einn til starfa í nefndinni.„Þetta er náttúrulega andstætt jafnréttislögunum, að hafa dómnefnd skipaða fimm körlum,“ sagði Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari við Fréttablaðið á dögunum. Guðrún er ein fjögurra kvenna sem hafa gegnt embætti hæstaréttardómara. Í árslok 2007 tók Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson fram yfir þrjá umsækjendur sem matsnefnd taldi hæfari til að gegna embætti dómara.Vísir/GVASamkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundinn af mati dómnefndar. Var lögunum breytt árið 2010 en um viðbrögð var að ræða eftir að Árni Mathiesen, þáverandi dómstólaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra árið 2007. Skipunin var fram hjá dómnefnd sem hvorki taldi Þorstein vel hæfan né hæfastan til að gegna embættinu. Kveðið er á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá tillögu nefndarinnar ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið. Það þarf ráðherra að gera innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar berst ráðherra. Sá frestur rann út í gær.Níu karlar og ein kona gegna stöðu dómara í Hæstarétti. Í héraðsdómum landsins er hlutfallið 24 karlar og 19 konur. Smellið á kortið til að sjá það stærra.VísirRáðherra lagði ekkert slíkt til á fundi ríkisstjórnar í gær og málið hefur ekki verið tekið upp á Alþingi. Vísir hefur náð tali af Davíð Þór, Ingveldi og Karli sem hafa ekkert heyrt frá ráðherra eða úr ráðuneytinu. Þá hefur Vísir ekki náð tali af Ólöfu Nordal undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði þó í síðustu viku að ekki væri úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara. Ekkert bendir því til annars en að Karl Axelsson verði nýr hæstaréttardómari.UppfærtRÚV greindi frá því síðdgis að Ólöf Nordal hygðist leggja fram tillögu á fundi ríkisstjórnar á föstudag að Karl Axelsson verði nýr dómari í Hæstarétti. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tillaga dómnefndar um að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt virðist munu ná fram að ganga. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ekki lagt til að annar skipi embættið en samkvæmt lögum hafði hún möguleika á því til dagsins í gær. Fimm manna dómnefnd, skipuð körlum, mat Karl hæfastan þriggja umsækjenda sem allir voru metnir hæfir til að gegna stöðunni. Auk Karls sóttu um þau Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu.Dómarar í Hæstarétti.Vísir/StefánValið þótti nokkuð umdeilt þar sem menntun og reynsla af dómarastörfum er meiri hjá bæði Davíð Þór og Ingveldi. Hins vegar var Karl metinn standa þeim framar í reynslu af lögmanna- og stjórnsýslustörfum. Var Karl talinn hæfastur en ekki gert upp á milli Davíðs Þórs og Ingveldar vegna hæfis. Davíð og Ingveldur skiluðu bæði inn athugasemdum til innanríkisráðuneytisins vegna mats dómnefndar. Karl verður níundi karlmaðurinn sem er skipaður hæstaréttardómari en ein kona gegnir stöðunni, Greta Baldursdóttir. Ingveldur hefur verið settur dómari við réttinn í fjarveru Páls Hreinssonar í rúmlega tvö og hálft ár en Páll snýr nú aftur til starfa. Karl hefur sömuleiðis verið settur dómari við réttinn undanfarið ár.Reynsla Karls Axelssonar af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum vó þyngra en dómarastörf og menntun hinna umsækjendanna.vísir/gvaStærsta deilumálið hefur snúið að því að nefndin sem mat Karl hæfastan er eingöngu skipuð körlum. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað bent á að nefnd sem aðeins sé skipuð körlum sé ekki í samræmi við jafnréttislög en Hæstiréttur telur lög um dómstóla trompa jafnréttislögin. Því sé ekkert athugavert við það að rétturinn skipi tvo karla í nefndina, en ekki karl og konu eins og jafnréttislög kveða á um. Alþingi, Lögmannafélag Íslands og Dómstólaráð tilnefna hvert einn til starfa í nefndinni.„Þetta er náttúrulega andstætt jafnréttislögunum, að hafa dómnefnd skipaða fimm körlum,“ sagði Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari við Fréttablaðið á dögunum. Guðrún er ein fjögurra kvenna sem hafa gegnt embætti hæstaréttardómara. Í árslok 2007 tók Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, Þorstein Davíðsson fram yfir þrjá umsækjendur sem matsnefnd taldi hæfari til að gegna embætti dómara.Vísir/GVASamkvæmt lögum um dómstóla er ráðherra bundinn af mati dómnefndar. Var lögunum breytt árið 2010 en um viðbrögð var að ræða eftir að Árni Mathiesen, þáverandi dómstólaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar, í embætti héraðsdómara á Norðurlandi eystra árið 2007. Skipunin var fram hjá dómnefnd sem hvorki taldi Þorstein vel hæfan né hæfastan til að gegna embættinu. Kveðið er á um það í lögunum að ráðherra geti vikið frá tillögu nefndarinnar ef Alþingi samþykkir tillögu hans um að skipa annan í embættið. Það þarf ráðherra að gera innan tveggja vikna frá því að umsögn dómnefndar berst ráðherra. Sá frestur rann út í gær.Níu karlar og ein kona gegna stöðu dómara í Hæstarétti. Í héraðsdómum landsins er hlutfallið 24 karlar og 19 konur. Smellið á kortið til að sjá það stærra.VísirRáðherra lagði ekkert slíkt til á fundi ríkisstjórnar í gær og málið hefur ekki verið tekið upp á Alþingi. Vísir hefur náð tali af Davíð Þór, Ingveldi og Karli sem hafa ekkert heyrt frá ráðherra eða úr ráðuneytinu. Þá hefur Vísir ekki náð tali af Ólöfu Nordal undanfarna daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði þó í síðustu viku að ekki væri úr vegi að endurskoða reglur um skipan dómara. Ekkert bendir því til annars en að Karl Axelsson verði nýr hæstaréttardómari.UppfærtRÚV greindi frá því síðdgis að Ólöf Nordal hygðist leggja fram tillögu á fundi ríkisstjórnar á föstudag að Karl Axelsson verði nýr dómari í Hæstarétti.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira