Fleiri fréttir

Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa

Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup.

Gagnrýnir Icelandair fyrir auglýsingar

Formaður Flugfreyjufélags Íslands, Sigríður Ása Harðardóttir, segir Icelandair mismuna með því að setja aldurstakmarkanir í störf flugliða en fyrirtækið hefur hafnað reyndum umsækjendum um starf á þeim forsendum að þeir séu fæddir fyrir 1980.

ESB fundar um dreifingu flóttamanna um Evrópu

Flóttamenn Ríflega sjö þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamæri Króatíu frá Serbíu á síðastliðnum tveimur sólarhringum. Ástæðan er lokun landamæra Ungverjalands.

Friðlýsingum haldið áfram á ís

Vinna við friðlýsingu 20 svæða á grundvelli rammaáætlunar liggur áfram niðri hjá Umhverfisstofnun að óbreyttu. Fjárframlög voru skorin niður 2014 þrátt fyrir að í lögum sé gert ráð fyrir að unnið sé að friðlýsingum.

Fer sjóleiðis í vinnuna frá Grafarvogi í miðbæinn

Alexander Gylfason fer sjóleiðis í vinnuna frá Grafarvogi í miðbæ Reykjavíkur á hverjum degi og segir það mun ódýrara, umhverfisvænna og skemmtilegra en að fara akandi eins og flestir gera. Hann hvetur Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að samgöngum.

Mikilvægara að hækka þak en lengja fæðingarorlofið

Starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins skilar af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins segir mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi.

Spjaldtölvuvæðing í Áslandsskóla

"Allt þetta kallar á breytta kennsluhætti, eilítið annan hugsunarhátt sem við í Áslandsskóla erum tilbúin að takast á við,“ segir Leifur S. Garðarsson skólastjóri.

Tollur á frostpinna verndar Kjörís og Emmess

Upptalning innihaldsefna íss fyrir fólk með mjólkuróþol sem á að verða undanþeginn skatti er ekki tæmandi í fjárlagafrumvarpinu. Eðlilegra að orða hlutina með almennari hætti segir eigandi Ísbílsins.

Kvíðanum viðhaldið með því að forðast óvissuaðstæður

Nýjar rannsóknir í sálfræði benda til þess að fólk með almennan kvíða hafi minna óvissuþol en aðrir. Það telji að tvíræðar aðstæður hafi slæmar afleiðingar. Til að vinna bug á kvíða verður fólk því að sækja í óvissu.

Sjá næstu 50 fréttir