Innlent

Gefa ekki upp hvort Íslendingur hafi verið yfirheyrður vegna smyglsins í Norrænu

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu.
Frá aðgerðum lögreglu. Vísir
Lögreglan á Austfjörðujmk vill ekki gefa upp hvort einhver Íslendingur hefur verið yfirheyrður eða handtekinn vegna rannsóknar á stóra smyglmálinu, sem nýverið kom upp á Seyðisfirði. 

Inger Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi segist ekki getað greint nánar frá framvindu rannsóknarinnar á 
þessu  stigi, en rannsóknin sé gerð í samvinnu  við  lögregluyfirvöld í útlöndum og með aðstoð fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eins og greint hefur verið frá sitja sjálfir smyglararnir, erlend hjón, í  gæsluvarðhaldi.

Hald var meðal annars lagt á nær 40 þúsund töflur, einkum stera en einnig að hluta stinningarlyf.Mynd/Tollstjóri
Mál tælenskrar konu, sem nýverið var tekin í Leifsstöð með tvær fullar ferðatöskur af sterum, stynningarlyfjum og fleiri lyfjategundum, verður að líkindum afgreitt sem sektarmál þar sem það telst brot á lyfjalögum, en ekki fíkniefnalögum. Henni var sleppt að yfirheyrslu lokinni og ekki var krafist farbanns. 

Tengiliður hennar hér á landi er roskinn Íslendingur, sem tvívegis hefur verið  gripinn fyrir að reyna að smygla samskonar  efnum til landsins. Hann greiddi fargjald konunnar hingað til lands, en neitar að tengjast efnunum sem hún var með í fórum sínum.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×