Innlent

Skjálftinn í Síle sást greinilega á mælum á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Yfirborðsbylgjurnar sem sáust á skjálftamælum víða um land um klukkustund eftir að skjálftinn reið yfir.
Yfirborðsbylgjurnar sem sáust á skjálftamælum víða um land um klukkustund eftir að skjálftinn reið yfir. Vísir/Veðurstofa Íslands
Jarðskjálftinn sem varð í Síle í nótt sást greinilega á jarðskjálftamælakerfi Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftinn var upp á 8,3 stig og fannst alla leið til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu sem er í rúmlega ellefuhundruð kílómetra fjarlægð.

Fyrstu bylgjur mældust hér á landi um fimmtán mínútum eftir að skjálftinn varð. Á mynd sem Veðurstofa Íslands deilir á Facebook-síðu sinni má sjá yfirborðsbylgjur sem sáust á skjálftamælum víða um land um klukkustund eftir að skjálftinn reið yfir.

Upptakahreyfingar skjálftans voru samgengishreyfingar, samkvæmt útreikningum evrópsku og bandarísku jarðskjálftamiðstöðvanna. Vegna rúmmálsbreytinga á sjávarbotni á upptakasvæði skjálftans fylgdi flóðbylgja í kjölfarið.

Búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans í Perú, Nýja Sjálandi, Kaliforníu, Havaí og fleiri stöðum við Kyrrahafið.

Jarðskjálftinn sem varð í Síle í gærkveldi kl. 22:54 UTC sást greinilega á jarðskjálftamælakerfi Veðurstofunnar. Fyrstu...

Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, September 17, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×