Fleiri fréttir

Forseti þingsins telur ekki ástæðu til að meta hæfi Páls

Forseti Alþingis telur ástæðulaust að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Fyrirtæki í eigu konu hans fær makrílkvóta í nýju frumvarpi. Þingmaður Samfylkingar telur frumvarpið stíga skref í átt til einkavæðingar auðlinda.

Selfyssingur hefur fengið sig fullsaddan af myndatökum ferðamanna

„Það er eitt að hafa nágranna sem maður þekkir, eða fjöldann allan af alls konar fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Jón Lárusson, íbúi á Selfossi sem sendi bæjaryfirvöldum bréf vegna ónæðis af gestum á gistiheimili í næsta húsi.

Boðuð áminning varð aldrei formleg

„Starfsmanni hafnarinnar var aldrei veitt áminning,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, vegna fréttar í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag.

Verkföll sögð óumflýjanleg

33 sáttamál eru í vinnslu hjá ríkissáttasemjara. Lítið þokast í viðræðum stóru félaganna og verkföll vofa yfir. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur ríkisstjórnina frekar þvælast fyrir en að liðka fyrir samningaviðræðum.

Skólastjóri segir gjöf Gídeons ekki trúboð

Foreldrar barna í Stóru-Vogaskóla voru ekki látnir vita af heimsókn Gídeonfélagsins. Félagið gaf börnum í 5. bekk Nýja Testamentið. „Fann bókina í skólatösku barnsins míns,“ segir móðir barns í 5. bekk. „Ekki trúboð,“ segir skólastjóri.

Formaður VR óttast lög á verkfallið

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að verkalýðshreyfingin geti knúið „hvaða vitleysu“ í gegn í krafti verkfalla sem hún kýs að gera.

Hoppuðu á þaki bíls

Fjórir ungir menn eru grunaðir um að hafa gengið berserksgang í Breiðholti í gærkvöldi og skemmt á þriðja tug bíla.

Villta vestur drónanna á enda

Samgöngustofa skilar tillögum að reglugerð um notkun dróna á næstu dögum. Erlendur aðili vill nota íslenskt loftrými fyrir tilraunaflug með dróna.

„Kerfið hefur algjörlega brugðist“

Ung fjölskylda á Akureyri flutti úr íbúð sinni í gær eftir að Íbúðalánasjóður keypti hana af þeim á eina milljón króna. Aðgerðir stjórnvalda sem áttu að hjálpa íbúðareigendum eftir hrun hentuðu þeim ekki og þau sjá ekki annan kost í stöðunni en að flytja til Noregs.

Eyðileggingin stingur í hjartað

"Það hafa verið mikil læti í fjöllunum í kring og maður hrekkur við af minnsta tilefni,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem heldur til Katmandú, höfuðborgar Nepal, á morgun.

Spurningalisti Blátt áfram gagnrýndur

Móðir nemanda í Háteigsskóla telur að spurningalisti Blátt áfram í tengslum við fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi brjóti gegn persónuvernd. Hún segir að foreldrar hafi ekki fengið að vita af fyrirlestrinum fyrr en eftir að hann var fluttur.

Erfitt að manna störf með Íslendingum

Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa. Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í greininni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðinni.

Fjárfesting í gagnaverum 20 milljarðar á 5 til 6 árum

Gagnaver á Íslandi nýta 20 megavött af orku og kaupa rafmagn fyrir um 1,4 milljarða árlega. Föst og afleidd störf eru um 300. Græn orka og náttúruleg kæling gera Ísland að góðum kosti til uppbyggingar gagnavera.

Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi

Ragnheiður Elín Árnadóttir vísar því á bug að vinna stjórnvalda við mat á kostum og göllum við lagningu sæstrengs sé í hægagangi. Hún segir samskipti við Breta um málið í eðlilegum farvegi og niðurstaðna úr undirbúningsvinnu að vænta.

Aftur kviknað í sinu við Stokkseyri

Um 15-20 slökkviliðsmenn eru nú að störfum við Stokkseyri en aftur er kominn upp sinueldur á svæði þar sem kviknaði í í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir