Innlent

Aftur kviknað í sinu við Stokkseyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá sinueldinum í gærkvöldi.
Frá sinueldinum í gærkvöldi. Mynd/Þórir Tryggvason/Brunavarnir Árnessýslu
Um 15-20 slökkviliðsmenn eru nú að störfum við Stokkseyri en aftur er kominn upp sinueldur á svæði þar sem kviknaði í í gærkvöldi. Talið var að tekist hefði að ráða að niðurlögum eldsins um klukkan 1 í nótt en í morgun barst svo tilkynning um að svo hefði ekki verið.

„Það logar í smáskika sem við erum að reyna að komast að. Það er mjög torfært að komast að honum, slökkviliðsmenn þurfa að labba í svona hálftíma til að komast að þessu,“ segir Lárus Guðmundsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu.

„Það geta alltaf leynst glóðir inn á milli í svona gróðureldum og þetta er erfitt og gróft landslag svo það geta leynst glæður í þessu.“

Að sögn Lárusar kallar svæðið á mikinn mannskap þar sem ekki hægt að koma neinum búnaði inn á svæðið. Það er því slökkt í eldinum með svokölluðum klöppum sem eru álspaðar sem notaðir eru til að berja niður glóðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×