Fleiri fréttir

32 milljónir króna safnast fyrir hjálparstarf í Nepal

Tala látinna hækkar enn í Nepal en ljóst er að björgunarstarf og uppbygging í landinu mun taka mörg ár. Félag Nepala á Íslandi kom til fundar í Breiðholtssskóla í dag til að fara yfir stöðuna í landinu með fulltrúm frá Rauða Krossinum á Íslani.

Ósammála um hvort Hanna Birna hafi sagt þinginu ósatt

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins brást í máli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að mati Ögmundar Jónassonar formanns nefndarinnar. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir að nefndin eigi ekki að setja sig í dómarasæti eða starfa sem rannsóknarréttur.

Sjúkrahússýking á tveimur deildum

Aðeins ein skurðdeild á Landspítalanum er opin. Hinum tveimur hefur verið lokað vegna sjúkrahússýkingar af völdum ónæmra enterókokka. Hreinsun stendur yfir.

Flóttamaður eldar til góðs

Þann 11. júní verður seldur sambærilegur matur og borinn er fram í flóttamannabúðum SÞ í Sýrlandi.

Vill lífeyrissjóði áhrifalausa

Kristján Loftsson vill að lífeyrissjóðir skipti sér ekkert af aðalfundum félaga sem þeir eiga í. Séu þeir ósáttir geti þeir einfaldlega selt sinn hlut og farið.

Ráðuneyti rannsaki mál hafnarstjórnar

Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn Hafnarfjarðar vilja að innanríkisráðuneytið geri stjórnsýsluúttekt á vinnubrögðum meirihlutans og bæjarstjórans í máli starfsmanns sem var áminntur.

Þróa meðferð fyrir slasaða hermenn Bandaríkjahers

Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gert þróunarsamning við Rannsóknamiðstöð bandaríska sjóhersins (ONR) um að nýta vefjaviðgerðarefni fyrirtækisins úr þorskroði til meðhöndlunar á bráðaáverkum á alvarlega slösuðum hermönnum. Helst er um skot- og sprengjuáverka að ræða.

Afturkalli leyfi til Valsmanna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að framkvæmdaleyfi á svæði Valsmanna við Hlíðarenda verði dregið til baka tímabundið.

Píratar langstærstir

Mælast með rúmlega þrjátíu prósent fylgi í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.

Ferðaþjónustan sátt við uppbyggingu á fjárlög

Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku stjórnvalda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).

Veiðileyfi beint í rannsóknir

Orkuveita Reykjavíkur mun verja öllum tekjum sínum af sölu veiðileyfa í Þingvallavatni frá 2015 til 2017 til rannsókna.

Ótrúleg björgun

Björgun 15 ára drengs, sem legið hafði undir rústum í á sjötta dag eftir jarðskjálftann í Nepal, vekur von.

Ásgeir Kolbeins opnar Nasa

Ásgeir Kolbeinsson verður í forsvari fyrir nýja eigendur sem gert hafa leigusamning um rekstur Nasa við Austurvöll. Skipulagsbreytingar á húsinu verða kynntar á blaðamannafundi í lok maí.

Ráðuneytið krefst skýringa frá Hreint ehf

Forsætisráðuneytið hefur farið fram á yfirlýsingu frá Hreint um að fyrirtækið uppfylli að fullu ákvæði kjarasamninga vegna verkefna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið.

Viðræður komnar í strand

Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand.

Sjá næstu 50 fréttir