Fleiri fréttir

Tekjurnar duga ekki til að reka borgina

Borgarstjóri segir heildarniðurstöðu um rekstur ársins 2014 jákvæða. Heildarsamstæðan skilaði 11 milljarða króna hagnaði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur málið alvarlegt og segir skatttekjur borgarinnar verða að duga fyrir rekstri hennar.

Ferðamannastaðir verði settir á fjárlög

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, telur ekki að stjórnvöld taki upp samræmda gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða á næstu misserum. Ný áætlun um uppbyggingu er í smíðum. Miðað er við milljarð á ári til verkefna.

Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut

Heilbrigðisráðherra segir það ekki nokkra spurningu að nýbyggingar Landspítala muni rísa við Hringbraut. Málið hefur velkst í pólitíkinni í þrettán ár. Forsætisráðherra segir staðsetninguna ekki hafa verið samþykkta á Alþingi.

Kæra fyrir að fá ekki að leigja vatnsverndarsvæði undir jeppaprófun

„Enga heimild er að finna í lögum og reglugerðum um að heilbrigðisnefnd hafi heimild til að synja um akstur bifreiða á landi félagsins á Sandskeiði,“ segir í kæru Svifflugfélags Íslands vegna synjunar heilbrigðisnefndar á leyfi fyrir tilraunaakstur á vegum Land Rover.

Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot

Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga.

Víðir hættir hjá almannavörnum

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann lætur af störfum í sumar.

Margra mánaða björgunarvinna framundan

Íslenskur hjálparstarfsmaður í Nepal segir eyðlegginguna þar gríðarlega og margra mánaða björgunar- og uppbyggingarvinnu fyrir höndum. Björgunarmenn eru fyrst núna að ná til afskekktra fjallaþorfa sem verst fóru út úr skjálftanum. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.

Tíðni heilablóðfalla svipuð og á Norðurlöndum

Á síðasta áratug virðist hafa dregið verulega úr heilablóðföllum. Nákvæm rannsókn gefur til kynna að helmingi færri Íslendingar fái heilablóðföll en áður var talið. Hlutfallið er svipað og á Norðurlöndunum.

Aukin þjónusta við fatlað fólk í Hafnarfirði

Í morgun undirrituðu, Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri og Guðrún Þórðardóttir formaður Áss styrktarfélags, þjónustusamning vegna búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Klukkuvelli í Hafnarfirði.

Erjur og fjárskortur tefja á Reykjanesi

Framkvæmdum á Reykjanesi var slegið á frest vegna deilna í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness og fjárskorts. Nýr formaður ætlar að snúa vörn í sókn.

Sjá næstu 50 fréttir