Bjarni tekur upp hanskann fyrir stjórnmálamenn landsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2015 22:28 "En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“ vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist telja sig knúinn til að taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn landsins í ljósi nýrrar könnunar MMR sem sýndi fram á það að fæstir telja helstu leiðtoga landsins heiðarlega. Hann segir margar spurningar vakna við lestur könnunarinnar og veltir því fyrir sér hvers vegna fjölmiðlar hafi vitnað fyrirvaralaust til hennar „eins og vísindalegrar könnunar um mannkosti stjórnmálamanna sem gæfi rétta og sanngjarna mynd af stöðunni“.Gefur lítið fyrir gagnrýni Ráðherrann tjáði sig um málið á Facebook í kvöld. Hann segist enginn dómari í eigin sök en fullyrðir að hægt sé að treysta formönnum þingflokkanna. „Ég hef unnið með þeim öllum og þekki mörg hver orðið býsna vel. Þess vegna veit ég af eigin raun að þau geta unnið undir álagi, þau virða skoðanir annarra og eru heiðarlegt fólk sem maður getur treyst, svo nokkrir eiginleikar séu nefndir sem spurt var um,“ segir Bjarni. Hann veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að halda því fram að einstaklingar sem sjálfir hafi stofnað stjórnmálaflokk og hlotið kosningu á þing ásamt fjölda þingmanna, séu ekki leiðtogar. Hvort sem þeir hafi fæðst sem slíkir eða ekki. „Og hvað er átt við þeirri spurningu – að vera fæddur leiðtogi? Hvernig fer sú mæling fram og hvenær, nákvæmlega?“Sleggjudómar yfir stjórnmálastéttinni Bjarni segir þunga dóma hafa verið fellda yfir stjórnmálastéttinni. Það tíðkist að nefna þá sem ákveðið hafi að helga sig starfi í þágu hagsmuna þjóðarinnar. „Niðurstaðan: Við eigum enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo ömurlegt,“ segir hann. „En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“ Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Er hægt að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun? Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun MMR sem birt var í gær...Posted by Bjarni Benediktsson on 29. apríl 2015 Tengdar fréttir Flestir telja Katrínu heiðarlega en Bjarna og Sigmund úr tengslum við almenning Fimm prósent telja Sigmund Davíð gæddan persónutöfrum. 28. apríl 2015 15:40 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist telja sig knúinn til að taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn landsins í ljósi nýrrar könnunar MMR sem sýndi fram á það að fæstir telja helstu leiðtoga landsins heiðarlega. Hann segir margar spurningar vakna við lestur könnunarinnar og veltir því fyrir sér hvers vegna fjölmiðlar hafi vitnað fyrirvaralaust til hennar „eins og vísindalegrar könnunar um mannkosti stjórnmálamanna sem gæfi rétta og sanngjarna mynd af stöðunni“.Gefur lítið fyrir gagnrýni Ráðherrann tjáði sig um málið á Facebook í kvöld. Hann segist enginn dómari í eigin sök en fullyrðir að hægt sé að treysta formönnum þingflokkanna. „Ég hef unnið með þeim öllum og þekki mörg hver orðið býsna vel. Þess vegna veit ég af eigin raun að þau geta unnið undir álagi, þau virða skoðanir annarra og eru heiðarlegt fólk sem maður getur treyst, svo nokkrir eiginleikar séu nefndir sem spurt var um,“ segir Bjarni. Hann veltir því fyrir sér hvernig hægt sé að halda því fram að einstaklingar sem sjálfir hafi stofnað stjórnmálaflokk og hlotið kosningu á þing ásamt fjölda þingmanna, séu ekki leiðtogar. Hvort sem þeir hafi fæðst sem slíkir eða ekki. „Og hvað er átt við þeirri spurningu – að vera fæddur leiðtogi? Hvernig fer sú mæling fram og hvenær, nákvæmlega?“Sleggjudómar yfir stjórnmálastéttinni Bjarni segir þunga dóma hafa verið fellda yfir stjórnmálastéttinni. Það tíðkist að nefna þá sem ákveðið hafi að helga sig starfi í þágu hagsmuna þjóðarinnar. „Niðurstaðan: Við eigum enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo ömurlegt,“ segir hann. „En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“ Færslu hans má sjá hér fyrir neðan.Er hægt að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun? Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun MMR sem birt var í gær...Posted by Bjarni Benediktsson on 29. apríl 2015
Tengdar fréttir Flestir telja Katrínu heiðarlega en Bjarna og Sigmund úr tengslum við almenning Fimm prósent telja Sigmund Davíð gæddan persónutöfrum. 28. apríl 2015 15:40 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Flestir telja Katrínu heiðarlega en Bjarna og Sigmund úr tengslum við almenning Fimm prósent telja Sigmund Davíð gæddan persónutöfrum. 28. apríl 2015 15:40