Fleiri fréttir

Ná betur til kvenna í vímuefnaneyslu

Frú Ragnheiður hefur sinnt um 450 einstaklingum frá árinu 2009. Sífellt fleiri sækja sér þjónustuna á ári hverju. Þjónustan hefur meðal annars skilað sér í töluverðri fækkun á HIV-smitum á meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð.

Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi

Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.

Kröfur við samningaborðið hlaupa á 17 til 70 prósentum

Kröfur stéttarfélaganna eru ekki sagðar bera með sér að verið sé að semja sérstaklega um hækkun lægstu launa. Um sé að ræða "blindar“ kröfur upp á tugi prósenta sem ekki taki mið af launaþróun ólíkra hópa.

Gildi skerðir lífeyrisréttindin

Til stendur að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga hjá Gildi lífeyrissjóði vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að lækka örorkuframlag til sjóðsins.

Skattur á gistinætur skilað 670 milljónum

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 1,5 milljörðum í styrki á þremur árum. Tæpur helmingur fjárins er kominn frá 100 króna gistináttaskatti.

Fimm ár frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli

Eldgosið í Eyjafjallajökli gerði Ísland frægt og nú kannast allir við Ísland hvar sem maður kemur. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði en fimm ár eru í dag frá því að eldgosið hófst.

Öðrum haldið sofandi í öndunarvél

Ungur drengur liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir alvarlegt slys í læknum í Hafnarfirði í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild.

Sjá næstu 50 fréttir