Innlent

Menntað og ómenntað starfsfólk á öndverðum meiði í rektorskjöri HÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Atli, Guðrún og Einar.
Jón Atli, Guðrún og Einar. Vísir
54 prósent háskólamenntaðra starfsmanna Háskóla Íslands greiddu Jóni Atla Benediktssyni atkvæði sitt í rektorskjörinu sem fram fór í gær. Sama hlutfall starfsfólks HÍ án háskólaprófs greiddi Guðrúnu Nordal atkvæði sitt. Þetta kemur fram í máli Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem rýnt hefur í tölurnar.

Við rektorskjör skiptast kjósendur í þrjá meginhópa. Starfsfólk HÍ með háskólapróf en atkvæði þeirra vega 60% heildarúrslita, starfsfólk án háskólaprófs en atkvæði þeirra vega 10% og svo stúdentar sem hafa 30% vægi.

Niðurstaða gærdagsins var sú að Jón Atli fékk 48,9% atkvæða, Guðrún 39,4% atkvæða og Einar Steingrímsson 9,7% atkvæða. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta þarf að kjósa aftur á milli Jóns Alta og Guðrúnar.

Sjá einnig:Bæði bjartsýn á að ná kjöri

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor hefur stýrt rannsókn á kosningum frá upphafi, eða í 30 ár.vísir/gva
Hefðu aðeins háskólamenntaðir starfsmenn kosið hefði því Jón Atli orðið rektor. Guðrún hefði hins vegar orðið rektor hefði starfsfólk án háskólaprófs fengið að ráða.

Einar Steingrímsson hlaut áberandi mest fylgi sitt frá stúdentum. Rúmlega 20% stúdenta kusu hann á meðan Jón Atli fékk 41,5% fylgi og Guðrún 34,5% fylgi.

Samkvæmt útreikningum Ólafs fékk Jón Atli 49,9% greiddra atkvæða þegar niðurstaðan hefur verið vegin. Nánari útlistun á útreikningum Ólafs má sjá hér að neðan.

Kosið verður á milli Guðrúnar og Jóns Atla næstkomandi mánudag.

rýndi ofurlítið í úrslit fyrri umferðar rektorskjörs og sá að Jón Atli Benediktsson hlaut 54,3% greiddra atkvæða starfsf...

Posted by Ólafur Þ Harðarson on Tuesday, April 14, 2015

Tengdar fréttir

Bæði bjartsýn á að ná kjöri

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal keppa um stöðu rektors H.Í. í annarri umferð og telja sig bæði eiga möguleika á að ná kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×