Innlent

Nýr kjarasamningur framhaldsskólakennara samþykktur

Bjarki Ármannsson skrifar
Framhaldsskólakennarar funda á meðan verkfalli stóð í mars.
Framhaldsskólakennarar funda á meðan verkfalli stóð í mars. Vísir/GVA
Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum vegna félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum hefur verið samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan fór fram í dag og í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Kjarasamningurinn var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara þann 1. apríl síðastliðinn. Samningar félaganna tveggja voru lausir eftir að félagsmenn felldu samkomulag frá 4. febrúar um nýtt vinnumat.

58 prósent félagsmanna sem tóku þátt greiddu atkvæði með nýja kjarasamningnum. 38,5 prósent greiddu hinsvegar atkvæði á móti honum.


Tengdar fréttir

Nýr samningur fer beina leið í kynningu

Framhaldsskólakennarar landa nýjum kjarasamningi við ríkið eftir að hafa fellt samning í febrúar. Stefnt er að undirskrift fyrir hádegi í dag.

Vinnumat framhaldsskólakennara fellt

Kjarasamningar félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum eru lausir frá og með deginum í dag.

Klofningur meðal framhaldsskólakennara

Klofningur er í stjórn Félags framhaldsskólakennara um nýtt vinnumat sem greidd verða atkvæði um í næstu viku. Verði vinnumatið fellt verða kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×