Innlent

Greindu 422 sveppasýni 2014

svavar hávarðsson skrifar
Greiningar vegna myglusvepps skipta tugum.
Greiningar vegna myglusvepps skipta tugum. mynd/syljadögg
Náttúrufræðistofnun Íslands rannsakaði 422 sveppasýni frá 143 stöðum á landinu árið 2014. Að auki var 75 fyrirspurnum um myglusveppi innanhúss svarað.

Greind voru 210 sýni frá 80 stöðum fyrir einstaklinga og niðurstöðum skilað með tölvuskeyti. Þá voru 145 sýni frá 36 stöðum greind fyrir ýmsa þá sem ýmist byggja hús, eiga hús, sjá um hús fyrir eigendur þeirra, eru ráðnir til að gera við skemmd hús eða til þess að meta það tjón sem orðið hefur á húsi, eins og segir í ársskýrslu NÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×