Innlent

Þurftu að nota úða til að yfirbuga mann í strætó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vagnstjóri strætó varð að hringja á lögregluna í gær vegna farþega sem svaf svo fast að ekki var hægt að vekja hann.
Vagnstjóri strætó varð að hringja á lögregluna í gær vegna farþega sem svaf svo fast að ekki var hægt að vekja hann. Vísir/Vilhelm
Farþegi í strætó sofnaði svo fast laust fyrir miðnætti, að vagnstjórinn gat ekki vakið hann. Hann hringdi því á lögregluna og óskaði eftir aðstoð.

Þegar lögregluþjónum tókst loks að vekja hann, brást hann ókvæða við og réðst á þá. Lögregla greip þá til varnarúða og náði að yfirbuga manninn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í nótt.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort hann var undir áhrifum vímuefna eða áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×